Bæjarráð

3649. fundur 22. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:15 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.

1.Í skugga valdsins #metoo

Málsnúmer 2017120072Vakta málsnúmer

Kynnt minnisblað um vinnu og tillögur starfshóps að verkferlum og verkefnum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshópinn og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og felur hópnum að kynna verkferla fyrir ráðum og sviðum bæjarins.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að verkefnum sem fram koma í minnisblaðinu.

2.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að breytingum á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa og tillaga að samskiptareglum fyrir kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar siðareglum og samskiptareglum til umræðu í bæjarstjórn 3. september nk.

3.Hagsmunaskráning bæjarfulltrúa - reglur 2019

Málsnúmer 2019080252Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga starfshóps að reglum um skráningu bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Andri Teitsson ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs skipa starfshóp sem vann tillöguna og sátu þau fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 3. september nk.

4.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

Málsnúmer 2019020370Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir júlí 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2020

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. ágúst 2019:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 8. ágúst 2019 þar sem lögð er fram tillaga um breytingu á gr. 2.1 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er lagt til að gjald fyrir breytingu á aðalskipulagsgögnum verði í samræmi við reikning aðkeyptrar vinnu í stað fastrar upphæðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að gjaldskránni verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs um breytingu á gjaldskrá með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Arctic Mayors roundtable

Málsnúmer 2017060063Vakta málsnúmer

Lögð fram lokadrög að stofnskrá fyrir Arctic Mayors.
Bæjarráð samþykkir drög að stofnskrá fyrir Arctic Mayors með 5 samhljóða atkvæðum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu fyrir hönd bæjarins.

7.Norðurorka - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku 2019

Málsnúmer 2019080314Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. ágúst 2019 frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Norðurorku að upphæð 800 milljónir króna til 15 ára. Lánið er tekið til fjármögnunar á verkefnum félagsins í hitaveitu og fráveitu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní 2019.

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi þann 22. ágúst 2019 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 800.000.000, sem skiptist í 100.000.000 íslenskra króna og 5.000.000 evra (EUR) til 15 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til fjármögnunar á verkefnum Norðurorku í hitaveitu og fráveitu sem hafa almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurorku hf. og Akureyrarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Restart Iceland - styrkbeiðni vegna þátttöku á Fixfest í Berlín

Málsnúmer 2019080230Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. ágúst 2019 frá Hólmari Svanssyni og Ólafi Pálma Guðnasyni þar sem þeir, fyrir hönd Restart Iceland, óska eftir styrk vegna fyrirhugaðrar þátttöku í Fixfest í Berlín.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi

Málsnúmer 2019080173Vakta málsnúmer

Rætt um drög að grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Drögin voru til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1456.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 15. ágúst sl. og var bæjarstjóra þá falið að skila inn umsögn vegna málsins.

10.Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum - samráð

Málsnúmer 2019070437Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2019 frá Umhverfisstofnun þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að gera athugasemdir við drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum áður en stefnan fer í opið samráðsferli á samráðsgátt stjórnvalda.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júlí sl. og fól ráðið þá Höllu Björk Reynisdóttur bæjarfulltrúa og Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að fara yfir drögin og skila athugasemdum til ráðsins fyrir 15. ágúst.

Bæjarstjóri kynnti umsögnina.

11.Heiti sveitarfélagsins - breyting 2019

Málsnúmer 2018100324Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tilkynnti með bréfi dagsettu 7. ágúst sl. að ráðherra hefði staðfest breytingu á heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar og samþykki Örnefnanefndar dagsett 26. júní sl.

Ráðuneytið hefur jafnframt með bréfi dagsettu 13. ágúst sl. tilkynnt um staðfestingu á breytingu á heiti samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar verði auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda 29. ágúst nk. og taki þá gildi.

Lagt fram til kynningar.

12.Ósk um tilnefningu í starfshóp um heildarendurskoðun reglugerðar um umferðarmerki

Málsnúmer 2019080341Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2019 þar sem Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir tilnefningu fulltrúa í starfshóp um heildarendurskoðun reglugerðar um umferðarmerki.
Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og Þórhall Jónsson.

Fundi slitið - kl. 10:15.