Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Lögð fram tillaga um skipan fulltrúa í undirbúningshóp vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012.
Undirbúningshópinn skipi:
Tryggvi Þór Gunnarsson
Helena Þ. Karlsdóttir
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Starfsmenn nefndarinnar verði Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri og Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3247. fundur - 18.11.2010

Tryggvi Þór Gunnarsson formaður vinnuhóps um undirbúning 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012, Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fundinn og kynntu hugmyndir og störf nefndarinnar.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1115. fundur - 22.12.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá undirbúningsnefnd vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012.

Bæjarráð - 3259. fundur - 03.02.2011

Formaður undirbúningshóps vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012 Tryggvi Þór Gunnarsson og Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri gerðu grein fyrir vinnu undirbúningshópsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf afmælisnefndar og vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3261. fundur - 17.02.2011

Bæjarráð skipaði undirbúningshóp afmælisársins á fundi sínum þann 10. september 2009 og endurskipaði í hópinn á fundi sínum þann 22. júlí 2010. Hópurinn er þannig skipaður:
Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi, sem er formaður hópsins, Helena Þ. Karlsdóttir og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Bæjarstjóri lagði fram erindisbréf fyrir undirbúningshópinn og verkefnalista.

Bæjarráð samþykkir að undirbúningshópurinn nefnist hér eftir afmælisnefnd og starfi til loka ársins 2012.

Bæjarráð staðfestir erindisbréfið.

Það er vilji bæjarráðs að sem flestir komi að hátíðarhöldum og verkefnum í tilefni afmælisársins og að stofnanir og félög sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ noti hluta af þeim til viðburða í tengslum við afmælisárið. Bæjarráð beinir því jafnframt til deilda og stofnana bæjarins og allra sem málið varðar að reikna með afmælisárinu í skipulagningu verkefna ársins 2012.

Bæjarráð frestar afgreiðslu varðandi samninga um verkefni vegna afmælisins.

Bæjarráð - 3266. fundur - 17.03.2011

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu um samninga um verkefni vegna afmælisins á fundi sínum þann 17. febrúar sl.
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór ásamt Tryggva Þór Gunnarssyni formanni afmælisnefndar yfir stöðu mála.

Bæjarráð þakkar Sigríði komuna á fundinn og felur nefndinni áframhaldandi vinnu að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Ræddar hugmyndir að sérstökum móttöku- og kynningardegi fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

Félagsmálaráð - 1134. fundur - 10.11.2011

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri 150 ára afmælis Akureyrarbæjar kynnti verkefnið og viðfangsefni afmælisársins.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Ester L. Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1135. fundur - 23.11.2011

Ræddar voru hugmyndir um þátttöku deilda og stofnana á vegum félagsmálaráðs í afmælisári Akureyrarbæjar 2012.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Hugmyndir um verkefni sendar afmælisnefnd til skoðunar.

Bæjarráð - 3302. fundur - 05.01.2012

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs og Tryggvi Þór Gunnarsson formaður afmælisnefndar mættu á fund bæjarráðs og ræddu skipulag og verkefni ársins.

Bæjarráð þakkar Sigríði og Tryggva Þór komuna á fundinn.

Skólanefnd - 1. fundur - 09.01.2012

Á fundinn mættu undir þessum lið Jórunn Jóhannesdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir sem fulltrúar leik- og grunnskóla og kynntu fyrir nefndinni fyrirhuguð verkefni sem verða unnin í skólunum á árinu í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Skólanefnd þakkar Jórunni og Ragnheiði Lilju fyrir upplýsingarnar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 100. fundur - 18.01.2012

Unnið að útfærslu móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hafa móttöku- og kynningardag fyrir nýja íbúa Akureyrar laugardaginn 15. september næstkomandi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 101. fundur - 01.02.2012

Áframhaldandi vinna við útfærslu móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

Félagsmálaráð - 1145. fundur - 13.06.2012

Ræddar voru hugmyndir um þátttöku deilda og stofnana félagsmálaráðs á viðburðum tengdum 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð - 3326. fundur - 19.07.2012

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisársins kom á fund bæjarráðs og kynnti Afmælisvöku 24. ágúst til 2. september og fleira tengt 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 110. fundur - 01.08.2012

Áframhaldandi vinna við útfærslu móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð - 3327. fundur - 02.08.2012

Umræður um dagskrá hátíðarhaldanna.

Bæjarráð - 3329. fundur - 23.08.2012

Umræður um dagskrá hátíðarfundar bæjarstjórnar og aðra dagskrá hátíðarhaldanna.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisársins mætti á fundinn undir þessum lið.

Dagskrá hátíðarfundar bæjarstjórnar er færð í trúnaðarbók bæjarráðs.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 10:52.

Stjórn Akureyrarstofu - 128. fundur - 05.09.2012

Hápunktur hátíðarhalda vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar var um nýliðna helgi.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri á Akureyrarstofu sem starfað hefur með afmælisnefndinni sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því hve einstaklega vel tókst til með Afmælisvöku Akureyrar og óskar afmælisnefnd bæjarins og starfsfólki hennar til hamingju með þennan góða árangur. Ljóst er að vel hefur tekist til með samstarf nefndarinnar við Akureyrarstofu og aðra aðila við undirbúning og að hjá starfsmönnum býr umtalsverð þekking og reynsla á skipulagningu og framkvæmd viðburða.

Stjórn Akureyrastofu þakkar sérstaklega íbúum bæjarins fyrir þeirra þátt í að gera glæsilegt afmælisár að veruleika.

Bæjarráð - 3330. fundur - 06.09.2012

Farið yfir hvernig til tókst með hátíðarhöldin á Afmælisvökunni.

Bæjarráð þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar.

Einnig þakkar bæjarráð bæjarbúum og gestum fyrir mikla og góða þátttöku í hátíðinni.

Bæjarráð þakkar allar kveðjur og gjafir sem sveitarfélaginu bárust í tilefni afmælisins.

Bæjarráð - 3345. fundur - 20.12.2012

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna á uppgjöri afmælisársins.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með störf afmælisnefndar og heimilar henni að færa allt að 3,5 millj. kr. vegna margmiðlunarsýningar til ársins 2013.