Bæjarráð

3259. fundur 03. febrúar 2011 kl. 09:00 - 11:53 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Formaður undirbúningshóps vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012 Tryggvi Þór Gunnarsson og Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri gerðu grein fyrir vinnu undirbúningshópsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf afmælisnefndar og vinna áfram að málinu.

2.Bæjarráð - heimsóknir

Málsnúmer 2011010076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 31. janúar 2011 frá Anitu Aanesen forstjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík með athugasemdum við bókun í 4. lið fundargerðar bæjarráðs 27. janúar sl.

Fulltrúar hverfisráðs Hríseyjar þau Kristinn F. Árnason, Þröstur Jóhannsson og Guðrún Þorbjarnardóttir mættu á fund bæjarráðs og ræddu stöðu heilsugæslumála í Hrísey.
Einnig rætt um félagsþjónustu aldraðra og atvinnumál í eyjunni.
Þau lögðu fram bókun hverfisráðs Hríseyjar dags. 3. febrúar 2011 svohljóðandi:

Hverfisráð Hríseyjar f.h. allra íbúa eyjarinnar mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á læknisþjónustu í eyjunni, að öðru leyti vísar hverfisráð í fyrri ályktun um sama efni dags. 20. desember 2010, en vill bæta við að þar sem það tekur okkur að lágmarki 3 tíma að sækja lækni með tilheyrandi aukakostnaði og vinnutapi til Dalvíkur og í sumum tilfellum þarf samferðarmann með eldra fólki til að sækja læknisþjónustu að þá er þetta veruleg og mikil skerðing við íbúa þessa samfélags. Það væri strax til hins betra ef hægt væri að sinna þessari þjónustu með það í huga að læknir kæmi til Hríseyjar hálfsmánaðarlega og að sjálfsögðu kæmi hann ekki ef ekki væri pantaður tími, þetta er lágmarksþjónusta sem hægt er að bjóða íbúum og tökum við þá þátt í því að taka á okkur þjónustuskerðingu á þessum niðurskurðartímum.
Hverfisráð hvetur hins vegar bæjaryfirvöld til þess að reyna að ná samningi við heilbrigðisráðuneyti hið fyrsta þannig að við Hríseyingar tilheyrum heilsugæslu Akureyrar ef ekki er hægt að semja um mildari skerðingu af hálfu Heilsugæslustöðvar Dalvíkur. Betra og hagkvæmara er fyrir íbúa eyjarinnar að sækja læknisþjónustu til Akureyrar því það er þá hægt að nýta ferðina til að útrétta ofl., þó það sé lengra að fara.

3.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 21. janúar 2011.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. janúar 2011, fundargerðin er í 4. liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið fundargerðarinnar til framkvæmdadeildar, 2. lið til skólanefndar, 3. lið a) til skipulagsdeildar og 3. lið b) og c) til framkvæmdadeildar.

3. liður d) og 4. liður lagðir fram til kynningar.

5.Bílaklúbbur Akureyrar - akstursíþróttasvæði

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 2. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 26. október 2010, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 4. nóvember sl.:
Lögð fyrir drög að uppbyggingar- og rekstrarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar.
Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Ég er hlynnt uppbyggingu Bílaklúbbs Akureyrar og íþróttafélaga almennt í bænum og tel að bæjarfélagið eigi að vinna með íþróttafélögum að uppbyggingu góðrar aðstöðu fyrir allar íþróttagreinar. En á tímum efnahagsþrenginga og á meðan bæjarfélagið stendur frammi fyrir gríðarlegum niðurskurði og samdrætti þá tel ég ekki rétt að ganga frá samningi sem þessum að svo stöddu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs 4. nóvember sl. undir þessum lið.

Farið yfir stöðu málsins.

6.Éljagangur - vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011010165Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 28. janúar 2011 frá undirbúningshópi Éljagangs vetrar- og útivistarhátíðar á Akureyri sem halda á dagana 10.- 13. febrúar nk. Óskað er eftir niðurfellingu á húsaleigu í Boganum og kostnaði við gæslu slökkviliðs vegna Éljagangs 2011.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til greiðslu húsaleigu í Boganum.

Fundi slitið - kl. 11:53.