Félagsmálaráð

1145. fundur 13. júní 2012 kl. 14:00 - 16:16 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • María Hólmfríður Marinósdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Pétur Maack Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Dagskrá

1.Húsnæði dagþjónustu, skammtímavistunar og íbúðarsambýli 2012 FA

Málsnúmer 2011120037Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti stöðuna í húsnæðismálum skammtímavistunar og lengdrar viðveru fyrir 10-20 ára fötluð ungmenni. Lagt var fram minnisblað dags. 11. júní 2012.

Félagsmálaráð óskar eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að húsið við Þórunnarstræti 99 verði hannað og endurbætt með starfsemi skammtímavistunar og lengdar viðveru fyrir fötluð ungmenni í huga.

Fundarliðurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum.
Jóhann Ásmundsson V-lista sat hjá.

2.Íbúðasambýli - nýbygging 2012

Málsnúmer 2011110037Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild fjallaði um stöðu mála er varðar nýbyggingu fyrir fatlaða. Lagt er fram minnisblað dags. 11. júní 2012.

Félagsmálaráð óskar eftir því við skipulagsdeild Akureyrarbæjar að farið verði í formlegar breytingar á svæðinu norðan við Giljaskóla með sex íbúða byggingu fyrir fötluð ungmenni í huga.

3.Heilsugæslustöðin á Akureyri - læknaráð 2012

Málsnúmer 2012060079Vakta málsnúmer

Margrét Guðjóndóttir framkvæmdastjóri HAK lagði fram til kynningar áskorun læknaráðs HAK til velferðarráðherra þess efnis að Heilsugæslustöðinni verði gert kleift að ráða fleiri heimilislækna til að mæta auknu álagi.

Félagsmálaráð tekur undir áhyggjur læknaráðs HAK sem fram kemur í áskorun þess til velferðarráðherra. Ennfremur lýsir félagsmálaráð yfir áhyggjum sínum af þeim samdrætti sem bitnar á almannaþjónustu.

4.Þjónusta við aldraða með flókna geðsjúkdóma

Málsnúmer 2012060102Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Unnur Harðardóttir deildarstjóri kynntu stöðu á þjónustu við aldraða með flókna geðsjúkdóma. Fjallað var um málið í trúnaði. Lagt var fram minnisblað Margrétar Guðjónsdóttur dags. 12. júní 2012.

Félagsmálaráð felur Brit Bieltvedt og Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjórum Öldrunarheimila Akureyrar og HAK að vinna áfram að málinu.

5.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Ræddar voru hugmyndir um þátttöku deilda og stofnana félagsmálaráðs á viðburðum tengdum 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar.

6.Körfuknattleiksdeild Þórs - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012050173Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 21. maí 2012 frá Ómari B. Aspar f.h. Körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem sótt var um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna gæslu á Bíladögum 2012.

Félagsmálaráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

7.Neytendasamtökin - styrkbeiðni fyrir árið 2012

Málsnúmer 2011110154Vakta málsnúmer

Erindi dags. 24. nóvember 2011 frá Jóhannesi Gunnarssyni f.h. Neytendasamtakanna varðandi styrkveitingu til samtakanna á árinu 2012.

Félagsmálaráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

8.Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2012

Málsnúmer 2012030186Vakta málsnúmer

Erindi dags. 9. mars 2012 frá Þórlaugu Jónsdóttur f.h. Samtaka um kvennaathvarf þar sem sótt var um rekstrarstyrk að upphæð kr. 750.000 fyrir árið 2012.

Félagsmálaráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um kr. 200.000.

María Hólmfríður Marínósdóttir D-lista vék af fundi kl. 16:00.

9.Samtök um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012030205Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 21. mars 2012 frá Hugrúnu Stefánsdóttur f.h. Samtaka um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra þar sem sótt var um styrk að upphæð kr. 120.000 til reksturs félagsins.

Félagsmálaráð samþykkir að styrkja Samtök um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra um kr. 120.000.

10.Stígamót - styrkbeiðni fyrir árið 2012

Málsnúmer 2011110063Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá Guðrúnu Jónsdóttur f.h. Stígamóta, samtaka kvenna varðandi rekstur samtakanna.

Félagsmálaráð sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

Fundi slitið - kl. 16:16.