Bæjarráð

3247. fundur 18. nóvember 2010 kl. 08:15 - 12:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Karl Guðmundsson bæjarritari
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011

2010070048

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Teknir fyrir málflokkar 108, 110, 111, 102 og 106.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu sína málaflokka.

2.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

2009090008

Tryggvi Þór Gunnarsson formaður vinnuhóps um undirbúning 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar árið 2012, Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fundinn og kynntu hugmyndir og störf nefndarinnar.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

3.Eyþing - fundargerðir 2010

2010110064

Lögð fram til kynningar fundargerð 218. fundar stjórnar Eyþings dags. 26. október 2010.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2010

2010110065

Lögð fram til kynningar fundargerð 780. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. október 2010.

5.Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2011

2010110045

Erindi dags. 8. nóvember 2010 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2011.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

6.Eyþing - námskeið

2010110064

Lögð fram til kynningar dagskrá námskeiðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 26. nóvember nk.
Þátttaka á námskeiðið skal tilkynnt á netfangið eything@eything.is.

7.Västerås stad - úrslit kosninga 2010

2010110072

Lagt fram til kynningar bréf dags. 8. nóvember 2010 frá Västerås, vinabæ Akureyrarbæjar, þar sem tilkynnt er um nýjan meirihluta og að nýr bæjarstjóri sé Ulla Persson.

Fundi slitið - kl. 12:25.