Samfélags- og mannréttindaráð

100. fundur 18. janúar 2012 kl. 17:00 - 18:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Félagsmiðstöðvar - stefnumótun

Málsnúmer 2011020029Vakta málsnúmer

Í framhaldi af stefnumótunarvinnu sem fram fór á árinu 2011 ákvað bæjarstjórn að veita auknu fjármagni til félagsmiðstöðva unglinga.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála kom á fundinn og kynnti starfsemi félgasmiðstöðvanna á árinu 2012 og hvaða áhrif aukið fjármagn hefur.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með hvernig starfsfólk félagsmiðstöðvanna hefur unnið úr því viðbótarfjármagni sem fékkst til málaflokksins og haldið áfram sínu faglega starfi. Það sýnir sig strax að þátttakendum í starfi félagsmiðstöðvanna fjölgar og hvetur ráðið unglinga til að kynna sér starfið.

Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundarins kl. 17:10.

2.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Starfsáætlun ráðsins yfirfarin og uppfærð.

3.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Framhald vinnu við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundafélaga.

4.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Unnið að útfærslu móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hafa móttöku- og kynningardag fyrir nýja íbúa Akureyrar laugardaginn 15. september næstkomandi.

5.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Fundargerð almannaheillanefndar frá 6. janúar sl. lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.