Bæjarráð

3302. fundur 05. janúar 2012 kl. 09:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði varaformaður bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

1.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs og Tryggvi Þór Gunnarsson formaður afmælisnefndar mættu á fund bæjarráðs og ræddu skipulag og verkefni ársins.

Bæjarráð þakkar Sigríði og Tryggva Þór komuna á fundinn.

2.Afskriftir lána 2011

Málsnúmer 2011120028Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. desember 2011:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2011.
Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að afskrifa kröfur samkvæmt framlögðum lista um afskriftir lána 2011.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011020014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 792. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. desember 2011.

4.Fjölsmiðjan á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk 2011

Málsnúmer 2011070007Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. desember 2011:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að samstarfssamningi við Fjölsmiðjuna á Akureyri fyrir árin 2012-2014.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning við Fjölsmiðjuna á Akureyri.

5.Sörlaskjól 7 - gatnagerðargjöld

Málsnúmer 2009110061Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. desember 2011 frá Hólmgeiri Valdemarssyni þar sem farið er fram á niðurfellingu eða afslátt af gatnagerðargjaldi fyrir Sörlaskjól 7 á Akureyri vegna jarðvegsdýptar.

Bæjarráð felur fjármálastjóra, bæjarlögmanni og skipulagsstjóra að vinna umsögn um málið.

6.Önnur mál

Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista upplýsti um ráðningu framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

Fundi slitið - kl. 10:40.