Samfélags- og mannréttindaráð

96. fundur 02. nóvember 2011 kl. 17:00 - 18:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá mál sem varðar styrkveitingu vegna málþings um kynbundið ofbeldi. Það var samþykkt og verður 6. mál á dagskrá.

1.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17:20.

2.Menntasmiðja kvenna 2008-2012 - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 5. október 2011 samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að gera breytingar á samningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur námsleiðar fyrir konur.
Lögð var fram tillaga að nýjum samningi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarlögmanns á þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir að sérstökum móttöku- og kynningardegi fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

4.Leifur Egilsson - styrkbeiðni 2011

Málsnúmer 2011040052Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 13. mars 2011 frá Leifi Egilssyni þar sem sótt er styrk frá samfélags- og mannréttindaráði.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur - styrkur

Málsnúmer 2011100111Vakta málsnúmer

Tónleikarnir Í minningu Sissu voru haldnir 30. september sl. í þeim tilgangi að safna í minningarsjóð Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur sem lést af ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára gömul. Sjóðurinn á að stuðla að skapandi störfum þeirra ungmenna sem hafa leiðst út í vímuefnaneyslu og eru í eða hafa lokið meðferð á meðferðarheimilum landsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 í minningarsjóðinn.

6.Málþing um kynbundið ofbeldi - styrkur

Málsnúmer 2011110015Vakta málsnúmer

Haldið verður málþing um kynbundið ofbeldi 2. desember nk. í samstarfi Jafnréttisstofu, Rannsóknarstofu í kynbundnu ofbeldi við Háskólann á Akureyri, Aflsins, Akureyrarkirkju, Glerárkirkju og samfélags- og mannréttindaráðs. Málþingið er liður í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 vegna kostnaðar við málþingið.

7.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Unnið að gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundamála.

8.Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti - dagur gegn einelti 8. nóvember 2011

Málsnúmer 2011100100Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 21. október 2011 frá Árna Guðmundssyni f.h. verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti þar sem vakin er athygli á degi gegn einelti 8. nóvember, en þann dag verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Verkefnastjórnin hvetur m.a. leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaði og stofnanir til að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessu frábæra framtaki og tekur undir hvatningu verkefnastjórnarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.