Bæjarráð

3266. fundur 17. mars 2011 kl. 09:00 - 11:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu um samninga um verkefni vegna afmælisins á fundi sínum þann 17. febrúar sl.
Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór ásamt Tryggva Þór Gunnarssyni formanni afmælisnefndar yfir stöðu mála.

Bæjarráð þakkar Sigríði komuna á fundinn og felur nefndinni áframhaldandi vinnu að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. mars 2011. Fundargerðin er í 3 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a) og b) og 2. lið til framkvæmdadeildar og 3. lið til fjölskyldudeildar.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011020014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 784. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. febrúar 2011.

4.Skipagata 12 - skilti án leyfis - dagsektir

Málsnúmer 2010120056Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram afrit af bréfum dags. 7. desember 2010 og 21. febrúar 2011 til Hymis ehf, kt. 621292-3589, eiganda Skipagötu 12. Í bréfunum er kynnt tillaga um tímafresti og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að húseigandi fjarlægi auglýsingu frá aðila sem ekki er með starfsstöð í húsinu. Aðgerðin byggir á gr. 3.2 í reglugerð um skilti í lögsögu Akureyrarbæjar 412/1993 og gr. 210 í byggingarreglugerð 441/1998.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 56. gr. mannvirkjalaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillaga um 50.000 kr. dagsektir verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:45.

5.Metangas - rannsóknarvinnsla

Málsnúmer 2010110002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi dags. 8. mars 2011 milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf um rannsóknir og vinnslu hauggass (metangass) á sorphaugunum á Glerárdal.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

6.Hrísey - endurreisn skelræktar 2011

Málsnúmer 2011030108Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. mars 2011 frá Birni Gíslasyni f.h. Tækifæris hf þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar í endurreisn skelræktar við Hrísey með hlutafjárframlagi að upphæð kr. 2.000.000 í nýju skelræktarfélagi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri viku af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Tækifæri hf.

Bæjarráð samþykkir hlutafjárframlag að upphæð kr. 2.000.000 í nýtt skelræktarfélag. Hlutafjárframlagið greiðist úr Framkvæmdasjóði Akureyrar.

7.Fasteignamat atvinnuhúsnæðis á Akureyri

Málsnúmer 2011030105Vakta málsnúmer

Ragnar Ómarsson byggingarfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni mætti á fund bæjarráðs og kynnti gögn um söluverð á atvinnuhúsnæði á Akureyri og bar það saman við þróun fasteignamats sl. áratug.

Bæjarráð þakkar Ragnari kynninguna.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 11:30 og Ólafur Jónsson D-lista kl. 11:35.

Fundi slitið - kl. 11:40.