Tvær nýjar sýningar opnaðar á Listasafninu
Laugardaginn 29. ágúst kl. 12-22 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri. Annars vegar yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, og hins vegar sýning Lilýjar Erlu Adamsdóttur, Skrúðgarður. Í tilefni af 158 ára afmæli Akureyrarbæjar og vegna Covid-19 verður Listasafnið opið til kl. 22 á opnunardaginn og enginn aðgangseyrir.
25.08.2020 - 15:16
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 130