Niðurstaða bæjarstjórnar - Aðalskipulagsbreyting í Hrísey

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 16. júní 2020 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Norðurvegar 6-8 í Hrísey.
Breytingin felur í sér að lóðin Norðurvegur 6-8 sem er skilgreind sem samfélagsþjónusta verði skilgreind sem íbúðarsvæði og verður lóðin hluti af íbúðarsvæði ÍB25.
Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 3. hæð.

26. ágúst 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan