Akureyrarbær á afmæli í dag

Afmæliskertin. Ljósaverk á Ráðhúsinu. Ljósmynd: Auðunn Níelsson.
Afmæliskertin. Ljósaverk á Ráðhúsinu. Ljósmynd: Auðunn Níelsson.

Akureyrarbær á afmæli í dag, 29. ágúst, og eru liðin 158 ár frá því bærinn hlaut kaupstaðarréttindi.

Hefð er fyrir því að fagna afmælinu með Akureyrarvöku, en vegna Covid-19 faraldursins var henni aflýst í ár. Þess í stað verður afmælinu fagnað á nýstárlegan og fremur óvenjulegan hátt svo hægt sé að virða fjarlægðarmörk, samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnareglur yfirvalda. Heillandi ljósaverk á nokkrum af tignarlegustu byggingum og svæðum bæjarins, bílabíó og listsýningar bera þar hæst. Hér má sjá ítarlega umfjöllun um afmælisdagskrá helgarinnar. 

Afmælisbarnið ber aldurinn vel og blómstrar sem aldrei fyrr, er í stöðugum vexti og tilbúið að taka á móti spennandi tækifærum framtíðarinnar.

Til hamingju með afmælið, allir íbúar, gestir og velunnarar Akureyrarbæjar nær og fjær. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan