Skólaakstur úr Innbænum

Á göngu í Innbænum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Á göngu í Innbænum. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var það metið svo að ekki væri lengur brýn þörf fyrir skólaakstur úr Innbænum. Var þá helst horft til þess að leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar er talið geta þjónað vel þörfum grunnskólabarna í Innbænum og einnig þeirrar staðreyndar að neðri og þrengsti hluti Spítalavegar er nú einstefnugata sem dregur mjög úr umferð ökutækja.

Börn sem stunda nám í Naustaskóla geta tekið leið 5 hjá SVA sem ekur í gegnum Innbæinn og síðan stystu leið frá Skautahöllinni að skólanum. Áætlun gerir ráð fyrir að komið sé að Naustaskóla kl. 7.43.

Börn sem stunda nám í Brekkuskóla geta tekið sama strætó og koma þá að Íþróttahöllinni fyrir ofan skólann kl. 7.48.

Leið 5 hjá SVA ætti því við eðlilegar aðstæður að geta nýst vel til aksturs til og frá skóla.

Börn sem eru skráð í Brekkuskóla geta einnig gengið Spítalaveginn í stað þess að nota strætó en vert er að geta þess að gangstétt við Spítalaveg var ekki til staðar þegar skólaakstur úr Innbænum var tekinn upp á sínum tíma.

Af ýmsum ástæðum fórst fyrir að kynna þessa ákvörðun fyrr á árinu og er beðist velvirðingar á því.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan