Nýtt myndband um Akureyri vekur mikla athygli

Nýtt myndband sem N4 Sjónvarp gerði fyrir Akureyrarstofu hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook. Á vel innan við sólarhring hafa ríflega 23.000 manns spilað myndbandið og því hefur verið deilt nálægt 500 sinnum.

Myndbandið er á ensku og er einkum ætlað til markaðssetningar á bænum fyrir erlenda ferðamenn en Íslendingar ættu þó að geta notið þess að horfa á það. 

Myndbandið hefur verið birt á Facebook síðu Visitakureyri.is en það má einnig sjá hér að neðan á Youtube:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan