Ísland keppir í kvöld við Rúmeníu á HM í íshokkí kvenna

Heimsmeistaramót kvenna í 2. deild B-riðli í íshokkí hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri þegar Ísland keppir á móti Rúmeníu og er mikil spenna í loftinu fyrir leikinn. Í dag fagnar líka Skautafélag Akureyrar 80 ára afmæli sínu og er öllum félagsmönnum og iðkendum boðið til afmælisveislu klukkan 18 í félagsherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni.

Sem fyrr segir er mikil spenna í loftinu fyrir mótið en það stendur yfir frá 27. febrúar til 5. mars. Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Spánn, Tyrkland, Rúmenía, Nýja Sjáland og Mexíkó. Miðasala á leikina fer fram á tix.is og fólk eindregið hvatt til að fjölmenna og hvetja konurnar til dáða. Annaðkvöld mætir Ísland liði Mexico, á fimmtudaginn mætum við liði Tyrklands, á föstudag eru mótherjarnir lið Nýja-Sjálands og á sunnudaginn mætir íslenska liðið Spánverjum. 

Íslenska liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:

1 Elise Marie Valljaots
2 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
3 Anna Sonja Ágústsdóttir
4 Arndís Sigurðardóttir
5 Birna Baldursdóttir
6 Diljá Björgvinsdóttir
7 Eva María Karvelsdóttir
8 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir
9 Guðrún Marín Viðarsdóttir
10 Herborg Geirsdottir
11 Jónína Margrét Guðbjartsdóttir
12 Karen Thorisdottir
13 Kristín Ingadóttir
14 Lena Arnarsdottir
15 Linda Brá Sveinsdóttir
16 Ragnhildur Kjartansdóttir
17 Silvía Rán Björgvinsdóttir
18 Sunna Björgvinsdóttir
19 Teresa Snorradottir
20 Thelma Gudmundsdottir
21 Védís Áslaug Valdemarsdóttir
22 Þorbjörg Eva Geirsdóttir

Þjálfarar: Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan