Nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra

Hulda Sif Hermannsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Eiríks Björns Björgvinssonar bæjarstjóra og leysir hún af hólmi Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem tekur við starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hulda Sif hefur starfað á Akureyrarstofu sem verkefnastjóri viðburða- og menningarmála frá árinu 2007. Hulda Sif er með BA próf í þýsku og nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Snertifletir Huldu Sifjar á Akureyrarstofu hafa verið auk menningarmála og viðburðastjórnunar, mál tengd ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmálum. Hulda Sif starfaði áður hjá RÚV við dagskrárgerð og fréttamennsku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan