Skátar á Akureyri í 100 ár

Í tilefni 100 ára skátastarfs á Akureyri verður opnuð sýning í norðursal safnsins laugardaginn 28. október kl. 14. Minjasafnið á Akureyri og Skátafélagið Klakkur standa í sameiningu að sýningunni. Skátafélagið hefur safnað ýmsum gripum sem starfsfólk safnsins setur upp á skemmtilegan hátt svo úr verður skemmtilegt skátamót með tilheyrandi tjöldum og gripum. Þjóðminjasafn Íslands lánar svo leynigestinn.

Það var hinn 22. maí 1917 að fyrsta skátafélagið á Akureyri var stofnað. Á tímabili störfuðu fjögur félög drengja og eitt félag stúlkna í bænum. Lengst af voru Kvenskátafélagið Valkyrjan og Skátafélag Akureyrar aðalskátafélögin. Fyrir 30 árum sameinuðust félögin í Skátafélagið Klakk sem nú fagnar þessum merku tímamótum með sýningu í Minjasafninu á Akureyri.

Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan