Nýtt minnismerki í Innbænum

Frá vígslu minnismerkisins. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Már Torfason fulltrúi K…
Frá vígslu minnismerkisins. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristinn Már Torfason fulltrúi Káinn-hópsins svokallaða, Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar.

Miðvikudaginn 25. október, á dánardegi Kristján Níels Júlíus Jónsson, Káins, var minnismerki um skáldið vígt í Innbænum. Lágmyndin af skáldinu er afsteypa af minnismerki sem er að finna í Norður-Dakóta þar sem Káinn bjó lengst af. Hann fæddist á Akureyri 7. apríl 1859 en lést árið 1936.

Afsteypan er gjöf til Akureyringa frá félaginu Icelandic Roots, The Icelandic Communities Association of NE North-Dakota og öðrum velunnurum Káins vestan. Hún hefur verið felld í stuðlabergsstapa sem myndar nýja minnismerkið. Það stendur syðst á grasfletinum austan við Minjasafnið.

Í grein um Káinn í blaðinu Lögbergi-Heimskringlu 26. maí 1960 segir meðal annars:

Káinn varð maður gamall, einu ári betur en hálfáttræður. Sagt var, að hann hefði enga óvini átt, aðeins vini. Hann hafði þó ort skammarvísur, en hann meinti bara ekkert með þeim. Hann dó svo með bros á vör 25. okt. 1936. Útfarardaginn var öllum skólum lokað í íslendingabyggðum í Norður-Dakota. Bæði Lögberg og Heimskringla minntust Káins í ritstjórnargreinum. Í öðru blaðinu er hann m. a. kallaður mannvinur og skáld. Fyrirsögn hinnar greinarinnar var: „Hver gerir oss nú glatt í lund?"

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan