Kjördeildir á Akureyri

Kosið verður til Alþingis Íslendinga laugardaginn 28. október.

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir.

Tíu kjördeildir verða á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.

Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í Grímseyjarskóla.

Kjörfundir munu standa frá kl. 9 til kl. 22.

Kjördeildir á Akureyri í Alþingiskosningum 28. október 2017.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan