Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móahverfis sem nær til um 45 ha svæðis suðvestan Borgarbrautar norðan Giljahverfis. Með skipulaginu er markmiðið að leggja grunn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum, nálægð við útivistarsvæði og góðum tengingum gangandi og hjólandi innan svæðis og við aðliggjandi hverfi. Er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega eitt þúsund íbúðir á svæðinu.
Á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna deiliskipulagsins samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.