Skipulagsráð

376. fundur 23. febrúar 2022 kl. 08:00 - 11:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Stofnstígar milli sveitarfélaga

Málsnúmer 2022020885Vakta málsnúmer

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti verkefni sem felst í frumhönnun stofnstígs sem liggur frá Hörgársveit í norðri, suður að mörkum Eyjafjarðarsveitar og svo til austurs yfir Leiruveg. Verkfræðistofurnar Mannvit, Efla og Verkís vinna að verkefninu í samráði við Akureyrarbæ. Hörður Bjarnason hjá Mannviti kynnti stöðu verkefnisins varðandi stíg frá Hörgársveit að Glerártorgi og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir hjá Verkís kynnti frumdrög að stíg yfir Leiruveg.

Jónas, Hörður og Áslaug sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið ásamt Magnúsi Magnússyni og Arnari Frey Þrastarsyni hjá Verkís.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Tónatröð og Spítalavegur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2021120164Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 26. janúar sl. voru lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust við lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna uppbyggingar við Tónatröð. Var afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir lægi umsögn Veðurstofu og umferðargreining. Er nú lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands dagsett 14. febrúar 2022 um minnisblað GeoTek ehf. dagsett 17. janúar 2022 um jarðvegsaðstæður og byggingarhæfi lóða fyrir Tónatröð. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umferðargreiningu í tengslum við áhrif af byggingu 70 íbúða við Tónatröð á umferð í aðliggjandi gatnakerfi.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem byggir á áður innsendum gögnum. Í þeirri vinnu þarf þó að gera ráð fyrir að umfang uppbyggingar minnki þannig að eingöngu verði gert ráð fyrir allt að fjórum húsum en ekki fimm eins og upphafleg tillaga gerði ráð fyrir. Jafnframt þarf að skoða sérstaklega afmörkun svæðisins. Breyting á deiliskipulagi skal einvörðungu ná til svæðis vestan megin við Tónatröð.

Þá er skipulagsfulltrúa falið að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við ofangreint og jafnframt óska eftir heimild Minjastofnunar til að fjarlægja hús á lóð Tónatraðar 8 í samráði við eigendur.


Ólafur Kjartansson V-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ég sit hjá vegna þess að ég tel að rangt hafi verið staðið að þessari framkvæmd frá byrjun þegar einum verktaka var falið verkefnið án auglýsingar.

3.Móahverfi - deiliskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móahverfis sem nær til um 45 ha svæðis suðvestan Borgarbrautar norðan Giljahverfis. Með skipulaginu er markmiðið að leggja grunn að nýju og vönduðu íbúðahverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum, nálægð við útivistarsvæði og góðum tengingum gangandi og hjólandi innan svæðis og við aðliggjandi hverfi. Er gert ráð fyrir að byggðar verði rúmlega eitt þúsund íbúðir á svæðinu.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. janúar sl. var tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna deiliskipulagsins samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég fer fram á að gerðar verði tengingar milli botnlanga fyrir hjólandi umferð aðskilið frá umferð gangandi vegfarenda. Einnig að það verði gert ráð fyrir aðskilnaði á milli hjólandi og gangandi á meginleiðum út úr hverfinu.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 10:00.

4.Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Spennistöð við Strandgötu - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022011466Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna spennistöðvar við Strandgötu. Breytingin felst í því að sunnan Strandgötu við innkeyrslu að Hofi og hafnarsvæði verður bætt við lóð og byggingarreit fyrir spennistöð. Innan byggingarreits verður heimilt að reisa spennistöð allt að 30 m² auk lagnakjallara. Byggingin verði á einni hæð með flötu eða einhalla þaki og hámarksvegghæð 2,4 m frá gólfkóta.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.

6.Dvergaholt 5-7-9 - fyrirspurn vegna breytts skipulags

Málsnúmer 2022010404Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 17. febrúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa Dvergaholts 5-9 þar sem lögð er fram hugmynd að útfærslu fjölbýlishúss á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021110347Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.ark arkitektum ehf. f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2 þar sem óskað er eftir að gerðar verði minniháttar breytingar á auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Hofsbót 2 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar sl. Umrædd tillaga hefur ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þær breytingar sem óskað er eftir eru eftirfarandi:

1. Að það komi skýrar fram að gert sé ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð til samræmis við gögn sem kynnt voru með auglýstri tillögu.

2. Að ekki sé gerð krafa um að allar íbúðir hafi glugga á a.m.k. tveimur hliðum með þeim rökum að í öllum íbúðum verði loftræstibúnaður með varmaendurvinnslu.

3. Að ekki verði áfram gert ráð fyrir inndreginni hæð að vestanverðu. Er það til samræmis við gildandi deiliskipulag.

Meðfylgjandi er uppfærð breyting á deiliskipulagi til samræmis við ofangreint.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þær breytingar sem óskað er eftir verði samþykktar og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar. Að mati skipulagsráðs er ekki um að ræða grundvallarbreytingar á tillögunni eftir auglýsingu og því ekki þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

8.Geislagata 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020917Vakta málsnúmer

Erindi Ásgeirs Ásgeirsson hjá T.ark arkitektum dagsett 18. febrúar 2022 f.h. lóðarhafa Geislagötu 5 þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar:

1. Að húsið megi vera allt að fimm hæðir þar sem efsta hæðin er inndregin.

2. Að heimilt verði að bæta svölum á húsið sem gangi 2 m út fyrir byggingarreit.

3. Að gert verði ráð fyrir íbúðum á 2.- 5. hæð og verslun og þjónustu á jarðhæð.

4. Að byggja megi sólskála mót suðri fyrir verslun- og þjónustu.

Meðfylgjandi er tillaga að fyrirhuguðu útliti .
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi gögn með þeim fyrirvara að aðgengi meðfram sólskála verði tryggt. Skal breytingin unnin skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Týsnes - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020878Vakta málsnúmer

Umsókn Baldurs Hólm Jóhannssonar f.h. Norðurorku dagsett 17. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi C-áfanga Krossaneshaga. Breytingin felur í sér að stofnaðar verða tvær lóðir fyrir spennistöðvar, annars vegar við Týsnes 6 og hins vegar við Týsnes 22. Samhliða verður lóð á núverandi skipulagi við NV-horn Týsness 6 felld út.

Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Hulduholt 4-12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020759Vakta málsnúmer

Erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 15. febrúar 2022 f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir upphituðum útigeymslum, allt að 9 m², utan byggingarreits framan við íbúðir við Hulduholt nr. 4-12.

Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að skv. skilmálum deiliskipulags svæðisins er heimilt að byggja íbúðir um 200 m² að stærð á einni til tveimur hæðum á lóðinni. Telur ráðið að nægilegt svigrúm sé fyrir húsbyggjanda að gera ráð fyrir geymslurými innan skilmála deiliskipulagsins. Þá samþykkir ráðið ekki að gerð verði breyting á hönnun vistgötu eins og lagt er til í umsókninni.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Strandgata 17 - framtíð hússins

Málsnúmer 2020110144Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 11. janúar 2022 varðandi Strandgötu 17. Í umsögninni kemur fram að Minjastofnun heimilar endurgerð hússins í upphaflegri mynd samkvæmt tillögu Akureyrarbæjar og fellst um leið á niðurrif seinni tíma viðbygginga til vesturs og norðurs.
Þar sem húsið við Strandgötu 17 er á áberandi stað í miðbæ Akureyrar og núverandi ástandi þess ábótavant auk þess sem það þrengir að gönguleið meðfram Glerárgötu leggur skipulagsráð til að húsið verði endurgert við fyrsta tækifæri.

Er málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

12.Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar og endurbóta

Málsnúmer 2021050707Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 25. ágúst 2021 var tillaga að breytingum á húsinu við Norðurgötu nr. 16 samþykkt í kjölfar grenndarkynningar þar sem engar athugasemdir bárust. Er nú lögð fram endurskoðuð tillaga sem felur í sér breytingar á þakgerð hússins.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Að mati ráðsins er ekki um verulega breytingu að ræða og því ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Baldursnes 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020443Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2022 þar sem P3 fasteignir ehf. sækja um lóð nr. 9 við Baldursnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Matthíasarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020475Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2022 þar sem Helgi Gunnarsson sækir um lóð nr. 2 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Matthíasarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020817Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2022 þar sem Skútaberg ehf. sækir um lóð nr. 2 við Matthíasarhaga.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni hefur þegar verið úthlutað (sjá fundarlið 14). Samkvæmt gr. 2.2.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða er skipulagsráði heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu gildu umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur 2. auglýsingar um lóð rennur út. Fyrsta gilda umsókn um ofangreinda lóð barst þann 10. febrúar sl. og umsókninni er því hafnað á þeim forsendum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Matthíasarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. febrúar 2022 þar sem Sigurður Berndsen sækir um lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Til vara er sótt um lóð nr. 2 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og tillögumynd/byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Matthíasarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020445Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2022 þar sem T21 ehf. sækir um lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni hefur vegar verið úthlutað (sjá fundarlið 16). Samkvæmt gr. 2.2.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða er skipulagsráði heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu gildu umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur 2. auglýsingar um lóð rennur út. Fyrsta gilda umsókn um ofangreinda lóð barst þann 4. febrúar sl. og umsókninni er því hafnað á þeim forsendum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Matthíasarhagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020444Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2022 þar sem T21 ehf. sækir um lóð nr. 10 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Matthíasarhagi 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020440Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2022 þar sem Bjarni Hauksson og Kamilla Sigríður Jónsdóttir sækja um lóð nr.12 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Baldursnes 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100397Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2022 þar sem lóðarhafi lóðar nr. 5 við Baldursnes óskar eftir framkvæmdafresti til 15. apríl nk. ásamt breytingum á hæðarkótum.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda til 15. apríl 2022. Jafnframt er samþykkt að hæðarkótum verði breytt skv. tillögu umsækjanda.

21.Miðbær - langtímaleyfi söluvagna 2022

Málsnúmer 2022011098Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2022 rann út þann 20. janúar sl. Fjórar umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 26. janúar sl. en afgreiðslu þess var frestað.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi úthlutun langtímaleyfa:


- Tomasz Motyl, langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn Moe´s við Ráðhústorg.

- Thomas Piotr ehf., langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir pylsuvagn í Hafnarstræti.


Er afgreiðslu stöðuleyfa vísað til byggingarfulltrúa.

í ljósi þess að opnunartími Lasagna and more hefur ekki verið samkvæmt skilmálum sem settir eru fram í gr. 6.c í Samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu er skipulagsfulltrúa falið að tilkynna rekstraraðila um fyrirhugaða afturköllun forgangs við veitingu langtímastöðuleyfis.

Afgreiðslu annarra umsókna um langtímaleyfi í miðbæ Akureyrar er frestað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

22.Mannhaf - umsókn um tímabundinn listviðburð við Drottningarbraut

Málsnúmer 2022020655Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2022 þar sem Áki Sebastian Frostason sækir um leyfi fyrir viðburðinum Mannhaf sem felst í uppsetningu á listaverkum úr plasti í fjörunni við Drottningarbraut. Verkin verða á bilinu þrjú til sjö talsins og á bilinu 160-180 cm á hæð hvert um sig. Tímarammi verkefnisins er áætlaður 27. júlí - 30. ágúst 2022. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að veita tímabundið leyfi fyrir uppsetningu listaverka í fjörunni meðfram Drottningarbraut. Er leyfið veitt með þeim fyrirvara að listaverkin verði sett upp sunnar en umsóknin gerir ráð fyrir, þ.e. til móts við nýbyggingarsvæði við Austurbrú.

Gildir leyfið frá 27. júlí - 30. ágúst 2022.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista vék af fundi kl. 11:20.

23.Reglur um lokun gatna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að endurskoðaðri samþykkt um lokanir gatna í Akureyrarbæ. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. febrúar sl. en afgreiðslu þess var frestað.
Skipulagsráð samþykkir að eftirfarandi kostir verði kynntir fyrir hagsmunaaðilum og almenningi í tengslum við aukna lokun þess hluta Hafnarstrætis sem kallast Göngugata:

1. Gatan verði lokuð alla daga í júní, júlí og ágúst frá klukkan 11-19.

2. Gatan verði lokuð eftirfarandi:

Júní: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11-19.

Júlí: alla daga frá klukkan 11-19.

Ágúst: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11-19.

Þá verði bætt inn í samþykkt um lokun gatna ákvæði sem heimilar umferð ökutækja með aðföng til klukkan 12 á hádegi, auk ökutækja sem nauðsynlega þurfa að aka um götuna á lokunartíma, t.a.m. ferliþjónustu.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 851. fundar, dagsett 10. febrúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 852. fundar, dagsett 17. febrúar 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:35.