Mannhaf - umsókn um tímabundinn listviðburð við Drottningarbraut

Málsnúmer 2022020655

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Erindi dagsett 14. febrúar 2022 þar sem Áki Sebastian Frostason sækir um leyfi fyrir viðburðinum Mannhaf sem felst í uppsetningu á listaverkum úr plasti í fjörunni við Drottningarbraut. Verkin verða á bilinu þrjú til sjö talsins og á bilinu 160-180 cm á hæð hvert um sig. Tímarammi verkefnisins er áætlaður 27. júlí - 30. ágúst 2022. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að veita tímabundið leyfi fyrir uppsetningu listaverka í fjörunni meðfram Drottningarbraut. Er leyfið veitt með þeim fyrirvara að listaverkin verði sett upp sunnar en umsóknin gerir ráð fyrir, þ.e. til móts við nýbyggingarsvæði við Austurbrú.

Gildir leyfið frá 27. júlí - 30. ágúst 2022.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista vék af fundi kl. 11:20.

Skipulagsráð - 386. fundur - 24.08.2022

Erindi dagsett 15. ágúst 2022 þar sem Áki Sebastian Frostason óskar eftir framlengingu á sýningu skúlptúrsins Mannhafs við Drottningarbraut til 10. september 2022. Á fundi skipulagsráðs þann 23. febrúar sl. var samþykkt að skúlptúrinn fengi að standa uppi til 30. ágúst 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.