Dvergaholt 5-7-9 - fyrirspurn vegna breytts skipulags

Málsnúmer 2022010404

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 6. janúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa Dvergaholts 5-9 þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsráðs til eftirfarandi atriða:

1) Hús verði hækkuð frá uppgefnum hæðarkótum gildandi deiliskipulags.

2) Minniháttar tilfærslur út fyrir byggingarreit.

3) Hús megi vera allt að fjórar hæðir allsstaðar innan byggingarreits.

4) Innkeyrsla inn á lóð færist til vesturs.
Skipulagsráð samþykkir erindið hvað varðar liði 1, 2 og 4 en hafnar lið 3.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 17. febrúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa Dvergaholts 5-9 þar sem lögð er fram hugmynd að útfærslu fjölbýlishúss á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.