Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga atvinnulóða við Krossaneshaga.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Lögð fram drög að tillögu Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:

Lögð fram drög að tillögu Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði breyting á B-áfanga Krossaneshaga til samræmis við erindið og að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 1. mars sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir. Nú liggja fyrir endurbætt drög Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingunni og er hún því lögð fram að nýju.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að það samþykki fram lagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 1. mars sl. var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga fyrir athafnalóðir. Nú liggja fyrir endurbætt drög Verkís verkfræðistofu og Forms arkitekta að breytingunni og er hún því lögð fram að nýju.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að það samþykki fram lagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Lögð fram endurbætt tillaga Verkís verkfræðistofu og Form ráðgjafar að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes.

Tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi sem felst í minniháttar stækkun á iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. september 2022:

Lögð fram endurbætt tillaga Verkís verkfræðistofu og Form ráðgjafar að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes. Tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi sem felst í minniháttar stækkun á iðnaðarsvæði.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felst í lítilsháttar stækkun á iðnaðarsvæði I8B og að málsmeðferð verði óveruleg aðalskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga og að hún verði auglýst skv. 41.gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes lauk þann 8. desember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.

Bæjarstjórn - 3522. fundur - 17.01.2023

Liður 19 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes lauk þann 8. desember sl. Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.

Andri Teitsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.