Hulduholt 4-12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020759

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 15. febrúar 2022 f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf. þar sem óskað er eftir leyfi fyrir upphituðum útigeymslum, allt að 9 m², utan byggingarreits framan við íbúðir við Hulduholt nr. 4-12.

Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu á þeim forsendum að skv. skilmálum deiliskipulags svæðisins er heimilt að byggja íbúðir um 200 m² að stærð á einni til tveimur hæðum á lóðinni. Telur ráðið að nægilegt svigrúm sé fyrir húsbyggjanda að gera ráð fyrir geymslurými innan skilmála deiliskipulagsins. Þá samþykkir ráðið ekki að gerð verði breyting á hönnun vistgötu eins og lagt er til í umsókninni.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.