Geislagata 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022020917

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Erindi Ásgeirs Ásgeirsson hjá T.ark arkitektum dagsett 18. febrúar 2022 f.h. lóðarhafa Geislagötu 5 þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar:

1. Að húsið megi vera allt að fimm hæðir þar sem efsta hæðin er inndregin.

2. Að heimilt verði að bæta svölum á húsið sem gangi 2 m út fyrir byggingarreit.

3. Að gert verði ráð fyrir íbúðum á 2.- 5. hæð og verslun og þjónustu á jarðhæð.

4. Að byggja megi sólskála mót suðri fyrir verslun- og þjónustu.

Meðfylgjandi er tillaga að fyrirhuguðu útliti .
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi gögn með þeim fyrirvara að aðgengi meðfram sólskála verði tryggt. Skal breytingin unnin skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 379. fundur - 06.04.2022

Erindi dagsett 21. mars 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir þjónustu, útbúa íbúðir á efri hæðum og bæta við tveimur inndregnum hæðum. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst þarf að gera minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. apríl 2022:

Erindi dagsett 21. mars 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir þjónustu, útbúa íbúðir á efri hæðum og bæta við tveimur inndregnum hæðum. Meðfylgjandi er uppdráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst þarf að gera minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Þórhallur Harðarson og Þórhallur Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu lauk 24. júní sl. Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.
Jón Hjaltason F-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fram lagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.



Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 6. júlí 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu lauk 24. júní sl. Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Jón Hjaltason F-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og fyrirliggjandi drög að svörum við athugasemdum.