Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar og endurbóta

Málsnúmer 2021050707

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Erindi dagsett 17. maí 2021 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar í húsi nr. 16 við Norðurgötu. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr fjórum í fimm, fjölga kvistum og stækka til suðurs og norðurs, einangra húsið og klæða með múrkerfi. Óskað er eftir leyfi til að breyta þakgerð í risþak með steyptum göflum og fjarlægja skorstein. Liggur fyrir samþykkt húsfundar um fyrirhugaðar breytingar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Ingólfs Freys Guðmundssonar varðandi breytingu á húsi nr. 16 við Norðurgötu sem felst í að íbúðum fjölgar úr fjórum í fimm auk breytinga á þaki. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 25. ágúst 2021 var tillaga að breytingum á húsinu við Norðurgötu nr. 16 samþykkt í kjölfar grenndarkynningar þar sem engar athugasemdir bárust. Er nú lögð fram endurskoðuð tillaga sem felur í sér breytingar á þakgerð hússins.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Að mati ráðsins er ekki um verulega breytingu að ræða og því ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.