Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021110347

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Erindi Ásgeirs Ásgeirssonar T.ark Arkitekta ehf. dagsett 5. nóvember 2021, f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2, þar sem lögð er fram tillaga að uppbyggingu á lóðinni sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja fjögurra hæða hús sem getur verið 1482 m² en tillagan gerir ráð fyrir allt að fimm hæða húsi sem er 1636 m². Eru efstu tvær hæðirnar inndregnar. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á norðurhorni og suðurhorni lóðar stækki lítillega.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Bæjarstjórn - 3502. fundur - 16.11.2021

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. nóvember 2021:

Erindi Ásgeirs Ásgeirssonar T.ark Arkitekta ehf. dagsett 5. nóvember 2021, f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2, þar sem lögð er fram tillaga að uppbyggingu á lóðinni sem felur í sér breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja fjögurra hæða hús sem getur verið 1482 m² en tillagan gerir ráð fyrir alllt að fimm hæða húsi sem er 1636 m². Eru efstu tvær hæðirnar inndregnar. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á norðurhorni og suðurhorni lóðar stækki lítillega.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Hilda Jana Gísladóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Auglýsingu deiliskipulagstillögu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.

í ljósi athugasemda við auglýsta skipulagstillögu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar með þeirri breytingu að fimmta hæð fyrirhugaðrar byggingar við Hofsbót 2 verði felld út úr tillögunni. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um efni athugasemda í samræmi við umræður á fundinum sem lögð verða fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3505. fundur - 01.02.2022

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. janúar 2022:

Auglýsingu deiliskipulagstillögu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið. Fjórar athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.

Í ljósi athugasemda við auglýsta skipulagstillögu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar með þeirri breytingu að fimmta hæð fyrirhugaðrar byggingar við Hofsbót 2 verði felld út úr tillögunni. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um efni athugasemda í samræmi við umræður á fundinum sem lögð verða fram við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar með þeirri breytingu að fimmta hæð fyrirhugaðrar byggingar við Hofsbót 2 verði felld út úr tillögunni.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Lagt fram erindi Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.ark arkitektum ehf. f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2 þar sem óskað er eftir að gerðar verði minniháttar breytingar á auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Hofsbót 2 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar sl. Umrædd tillaga hefur ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þær breytingar sem óskað er eftir eru eftirfarandi:

1. Að það komi skýrar fram að gert sé ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð til samræmis við gögn sem kynnt voru með auglýstri tillögu.

2. Að ekki sé gerð krafa um að allar íbúðir hafi glugga á a.m.k. tveimur hliðum með þeim rökum að í öllum íbúðum verði loftræstibúnaður með varmaendurvinnslu.

3. Að ekki verði áfram gert ráð fyrir inndreginni hæð að vestanverðu. Er það til samræmis við gildandi deiliskipulag.

Meðfylgjandi er uppfærð breyting á deiliskipulagi til samræmis við ofangreint.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þær breytingar sem óskað er eftir verði samþykktar og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar. Að mati skipulagsráðs er ekki um að ræða grundvallarbreytingar á tillögunni eftir auglýsingu og því ekki þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:

Lagt fram erindi Ásgeirs Ásgeirssonar hjá T.ark arkitektum ehf. f.h. lóðarhafa Hofsbótar 2 þar sem óskað er eftir að gerðar verði minniháttar breytingar á auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Hofsbót 2 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1. febrúar sl. Umrædd tillaga hefur ekki tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þær breytingar sem óskað er eftir eru eftirfarandi:

1. Að það komi skýrar fram að gert sé ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð til samræmis við gögn sem kynnt voru með auglýstri tillögu.

2. Að ekki sé gerð krafa um að allar íbúðir hafi glugga á a.m.k. tveimur hliðum með þeim rökum að í öllum íbúðum verði loftræstibúnaður með varmaendurvinnslu.

3. Að ekki verði áfram gert ráð fyrir inndreginni hæð að vestanverðu. Er það til samræmis við gildandi deiliskipulag.

Meðfylgjandi er uppfærð breyting á deiliskipulagi til samræmis við ofangreint.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að þær breytingar sem óskað er eftir verði samþykktar og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar. Að mati skipulagsráðs er ekki um að ræða grundvallarbreytingar á tillögunni eftir auglýsingu og því ekki þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum þær breytingar sem óskað er eftir og þær bætist við áður samþykkta breytingu um að fækka hæðum úr fimm í fjórar.