Matthíasarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022020817

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Erindi dagsett 16. febrúar 2022 þar sem Skútaberg ehf. sækir um lóð nr. 2 við Matthíasarhaga.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni hefur þegar verið úthlutað (sjá fundarlið 14). Samkvæmt gr. 2.2.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða er skipulagsráði heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu gildu umsókn sem berst eftir að umsóknarfrestur 2. auglýsingar um lóð rennur út. Fyrsta gilda umsókn um ofangreinda lóð barst þann 10. febrúar sl. og umsókninni er því hafnað á þeim forsendum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.