Spennistöð við Strandgötu - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022011466

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna spennistöðvar við Strandgötu. Breytingin felst í því að sunnan Strandgötu við innkeyrslu að Hofi og hafnarsvæði verður bætt við lóð og byggingarreit fyrir spennistöð. Innan byggingarreits verður heimilt að reisa spennistöð allt að 30 m² auk lagnakjallara. Byggingin verði á einni hæð með flötu eða einhalla þaki og hámarksvegghæð 2,4 m frá gólfkóta.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.

Bæjarstjórn - 3507. fundur - 01.03.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. febrúar 2022:

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna spennistöðvar við Strandgötu. Breytingin felst í því að sunnan Strandgötu við innkeyrslu að Hofi og hafnarsvæði verður bætt við lóð og byggingarreit fyrir spennistöð. Innan byggingarreits verður heimilt að reisa spennistöð allt að 30 m² auk lagnakjallara. Byggingin verði á einni hæð með flötu eða einhalla þaki og hámarksvegghæð 2,4 m frá gólfkóta.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum á gögnum varðandi ákvæði um útlit spennistöðvarinnar.