Skipulagsráð

345. fundur 14. október 2020 kl. 08:00 - 12:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður lagði til að mál númer 5 í útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá og var það samþykkt.

1.Móasíða 1 - beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum

Málsnúmer 2020020705Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni Móasíðu 1. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 23. september sl. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum:

- Stærð á nýju fjölbýlishúsi verði 900 m² í stað 1.000 m².

- Ekki lengur gert ráð fyrir flötu þaki þannig að hámarks vegghæð verður 6,3 m í stað 7,6 m.

- Byggingarreitur syðst færist um 80 cm til norðurs og verður 3,4 m frá lóðarmörkum.

- Vesturhluti byggingarreitar minnkar um 1 m.

- Hámarksfjöldi íbúða fer úr 12 íbúðum í 10.

Eru grenndarkynningargögn lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum, greinargerð umsækjanda dagsettri 2. september 2020 og samþykki eigenda íbúða í Móasíðu 1 ásamt tillögu að umsögn um efni innkominna athugasemda.

Á fundinn kom Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu og kynnti tillöguna nánar.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð samþykkir umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóð Móasíðu 1 með breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og samþykkir jafnframt tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir. Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa.

2.Tjaldsvæðissreitur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020090736Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Er í breytingunni gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæsla.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður. Þá er jafnframt lagt fram bréf Búfestis dagsett 2. október 2020 varðandi ósk um að fá formlega úthlutað hluta svæðisins til uppbyggingar í samvinnu við EBAK. Er gert ráð fyrir að a.m.k. helmingur íbúðanna verði fyrir 60 plús.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni í samræmi við umræður á fundi. Bréfi Búfestis ehf. er vísað til bæjarráðs.

4.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100222Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem er í vinnslu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Þá liggur fyrir að efni breytingarinnar hefur þegar verið vel kynnt í tengslum við kynningu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nú er í vinnslu.

5.Kjarnagata 57 - umsókn um breytt skipulag

Málsnúmer 2020100102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 57 við Kjarnagötu. Eru breytingarnar eftirfarandi:

1. Nýtingarhlutfall húss verði 1,25 vegna kjallara og fjölgun íbúða (reikna með að nota ca. 1,2).

2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði 0,40 (reikna með að nota ca. 0,32).

3. Breikkun byggingarreits í austur um 0,6 m.

4. Hliðrun byggingarreits á 4. hæð um allt að 10 m í suður.

5. Lágmarkslofthæð bílakjallara verði 2,3 m.

6. Aðkoma að leiksvæði verði suður og niður fyrir hús eftir gangstétt og þaðan inn á leiksvæði.

7. Svalagangar og stigahús fái að ná 1,6 m út fyrir byggingarreit (eins og svalir almennt).
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi þ.e. liði 1-5 og 7 en hafnar lið 6 þar sem skipulagsráð telur að aðgengi að leiksvæði eigi að vera frá stigahúsum. Samþykktin er gerð með fyrirvara um að a.m.k. tvær íbúðir verði hannaðar á þann veg að hægt verði að innrétta þar 5 herbergja íbúðir. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur liggur fyrir.

6.Deiliskipulag Hagahverfis - stöðumat

Málsnúmer 2018080142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 1. október 2020 um stöðu uppbyggingar íbúða í Hagahverfi.

7.Búsetukjarnar í deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050123Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur sviðsstjóra búsetusviðs dagsett 7. október 2020 varðandi möguleikan á að nýta lóðina Krókeyri 1 fyrir byggingu búsetukjarna.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að skoða hvort að lóðin henti til uppbyggingar búsetukjarna. Þar sem umrætt svæði er samkvæmt aðalskipulaginu eingöngu ætlað fyrir safnastarfsemi er afgreiðslu málsins frestað og sviðsstjóra falið að leita umsagnar stjórnar Akureyrarstofu um málið.

8.Norðurtangi 7 og 9

Málsnúmer 2019060125Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sunnu Axelsdóttur, dagsett 7. október 2020, f.h. Bústólpa ehf. þar sem ítrekuð er ósk um að fá úthlutaða nýja lóð fyrir starfsemina á Norðurtanga. Þá er jafnframt lagt fram erindi Eiríks S. Jóhannssonar f.h. Slippsins á Akureyri, dagsett 17. september 2020 um lóðir og skipulag á svæðinu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við Bústólpa.

9.Jaðarsvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi - landmótun

Málsnúmer 2020100118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Rut Jónsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir landmótun við Jaðarsvöll í formi haugsetninga.
Umsókn um framkvæmdaleyfi er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag á þeim svæðum sem framkvæmdin nær til og er einnig í samræmi við lýsingu framkvæmdarinnar í matsskýrslu. Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

10.Mýrarvegur 114 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2020100083Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Arnar Freyr Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 114 við Mýrarveg. Fyrirhuguð viðbygging er við kjallara og er 16 m² og hugsuð sem köld útigeymsla og þakið sem gólf á verönd.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggð verði viðbygging í samræmi við umsókn og samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.Matthíasarhagi 2-12 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090722Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 27. september 2020 þar sem Bryndís Lind Bryngeirsdóttir leggur til að breyting verði gerð á skipulagi lóða 2-6 við Matthíasarhaga og jafnvel líka Matthíasarhaga 8-12. Lagt er til að lóðunum verði breytt úr tveggja hæða einbýlishúsalóðum í lóðir fyrir parhús á einni hæð.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna en hafnar því að breyta deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

12.Drottningarbraut - gangbraut við Leiru

Málsnúmer 2020090763Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að máluð verði gangbraut á útivistarstíg meðfram Drottningarbraut þar sem hann fer yfir innkeyrslu að Leirunesti frá Drottningarbraut.
Skipulagsráð leggur til að útbúin verði gangbraut í samræmi við tillögu, í samráði við lóðarhafa. Er málinu vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

13.Hopp - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2020 þar sem Axel Albert Jensen leggur inn fyrirspurn varðandi opnun Hopp rafskútuleigu á Akureyri. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að þjónustusamningi um stöðvalausa hjólaleigu sem byggir á sams konar samningi og Reykjavíkurborg hefur gert við Hopp.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði þjónustusamningur um stöðvalausa hjólaleigu við umsækjanda í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Skipulagsráð samþykkir ekki að umsækjandi fái sérleyfi á starfsemi rafskúta í sveitarfélaginu eða þá að fjöldi mögulegra leyfa verði takmarkaður.

14.Undirhlíð 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stæða fyrir kerrur og hjólhýsi

Málsnúmer 2020090632Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem Sólveig Gunnarsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi nýtingu hluta lóðar Undihlíðar 3 sem stæði fyrir kerrur og hjólhýsi tímabundið. Húsfélag hússins hefur þegar samþykkt þessa breytingu.
Skipulagsráð hafnar því að svæðið verði nýtt sem stæði fyrir kerrur og hjólhýsi þar sem aðgengi að svæðinu er um göngustíg utan lóðar og gæti umferð bíla skapað óþarfa hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Með uppbyggingu íbúðarbyggðar austan Krossanesbrautar er líklegt að umferð um stíginn muni aukast. Þá er bent á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi er kvöð um að á þessum stað skuli settur runnagróður, sem hefur ekki verið gert.
Fylgiskjöl:

15.Gleráreyrar 1 - umsókn um leyfi fyrir auglýsingum á útiskilti

Málsnúmer 2020100212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2020 þar sem Eik fasteignafélag hf. sækir um leyfi fyrir birtingu auglýsinga á útiskilti Eikar á lóð Glerártorgs. Óskað er eftir leyfi til að birta aðrar auglýsingar á skiltinu heldur en þær er auglýsa þjónstu/vörur Glerártorgs.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

16.Laxagata 2 - umsókn um merkt bílastæði

Málsnúmer 2020100006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Elísabet Karlsdóttir sækir um einkastæði og P merki við hús nr. 2 við Laxagötu.
Skipulagsráð hafnar erindinu en bendir á að umsækjandi getur sótt um bifreiðastæði innan lóðar.

17.Munkaþverárstræti 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2020090607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2020 þar sem Anton Berg Carrasco leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist fyrir byggingu bílgeymslu á lóð nr. 29 við Munkaþverárstræti.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um útfærslu bílgeymslunnar og athugasemda sem gætu komið við grenndarkynningu.

18.Ráðhústorg - umsókn um leyfi fyrir ljósmyndasýningu

Málsnúmer 2020100269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. október 2020 þar sem ljósmyndaklúbburinn ÁLFkonur sækir um leyfi til að halda ljósmyndasýningu á Ráðhústorgi. Sýningin er í formi stöpla sem yrðu færðir sem fyrst frá núverandi stað við Drottningarbraut og á Ráðhústorg og fengju að standa fram til aðventuhátíðar sem er 20.- 23. nóvember nk.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna sýningu til 15. nóvember 2020.


19.Kjarnagata 55 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090617Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2020 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf. sækja um lóð nr. 55 við Kjarnagötu.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Margrétarhagi 11 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090832Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 11 við Margrétarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Margrétarhagi 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090831Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 13 við Margrétarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

22.Margrétarhagi 15 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090838Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 15 við Margrétarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Margrétarhagi 17 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090837Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 17 við Margrétarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

24.Matthíasarhagi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090836Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 7 við Matthíasarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

25.Matthíasarhagi 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090835Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 9 við Matthíasarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

26.Matthíasarhagi 11 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090834Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 11 við Matthíasarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

27.Matthíasarhagi 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020090833Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2020 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 13 við Matthíasarhaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

28.Nonnahagi 15 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100276Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. október 2020 þar sem Jón Kristinn Valdimarsson sækir um lóð nr. 15 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

29.Nonnahagi 17 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2020 þar sem Alexander Benediktsson sækir um lóð nr. 17 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

30.Búðartangi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2020 þar sem Valur Þór Marteinsson sækir um lóð nr. 8 við Búðartanga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

31.Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2020

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir þjónustu skipulagssviðs.
Afgreiðslu frestað.

32.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020080994Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2021 til samræmis við fyrirliggjandi fjárhagsramma.

33.Starfsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020060191Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs 2021.
Skipulagsráð samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarráðs.

34.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 782. fundar, dagsett 16. september 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

35.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 783. fundar, dagsett 24. september 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

36.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 784. fundar, dagsett 2. október 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:05.