Kjarnagata 57 - umsókn um breytt skipulag

Málsnúmer 2020100102

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 57 við Kjarnagötu. Eru breytingarnar eftirfarandi:

1. Nýtingarhlutfall húss verði 1,25 vegna kjallara og fjölgun íbúða (reikna með að nota ca. 1,2).

2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði 0,40 (reikna með að nota ca. 0,32).

3. Breikkun byggingarreits í austur um 0,6 m.

4. Hliðrun byggingarreits á 4. hæð um allt að 10 m í suður.

5. Lágmarkslofthæð bílakjallara verði 2,3 m.

6. Aðkoma að leiksvæði verði suður og niður fyrir hús eftir gangstétt og þaðan inn á leiksvæði.

7. Svalagangar og stigahús fái að ná 1,6 m út fyrir byggingarreit (eins og svalir almennt).
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi þ.e. liði 1-5 og 7 en hafnar lið 6 þar sem skipulagsráð telur að aðgengi að leiksvæði eigi að vera frá stigahúsum. Samþykktin er gerð með fyrirvara um að a.m.k. tvær íbúðir verði hannaðar á þann veg að hægt verði að innrétta þar 5 herbergja íbúðir. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur liggur fyrir.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kjarnagata 57. Var tillagan kynnt með bréfi dagsettu 23. október 2020 með athugasemdafresti til 20. nóvember. Barst athugasemd undirrituð af 9 eigendum Geirþrúðarhaga 2. Lögð fram viðbrögð umsækjenda við efni athugasemdanna ásamt tillagu að svari við athugasemd.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að það komi skýrar fram hver hámarkshæð á lóðinni verður eftir breytingu, en gert er ráð fyrir að hún verði um 2 m lægri á stærstum hluta hússins, þó svo að hún hækki um 0,7 m á hluta hússins. Einnig er samþykkt tillaga að svari við athugasemd.