Tjaldsvæðissreitur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020090736

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lögð fram tillaga að lýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Er í breytingunni gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæsla.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. október 2020:

Lögð fram tillaga að lýsingu breytingar á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Er í breytingunni gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæsla.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að auglýst verði lýsing á breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Byggðavegi, Þingvallastræti, Þórunnarstræti og Hrafnagilsstræti. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði (þéttingarreitur), samfélagsþjónusta (S12) og verslun og þjónusta (VÞ7 og VÞ8). Í breytingunni er gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun samfélagsþjónustu, verslunar og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæslustöð. Sviðsstjóra skipulagssviðs er jafnframt falið að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lagðar fram til kynningar umsagnir sem bárust við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem felst í að breyta landnotkun "tjaldsvæðisreitar" við Þórunnarstræti í miðsvæði. Bárust umsagnir frá hverfisnefnd Brekku og Innbæjar, Minjastofnun, Norðurorku og Skipulagsstofnun. Þá er jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun frá 19. nóvember 2020 varðandi skipulag heilsugæslustöðvar við Skarðshlíð.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að gerð tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir tjaldsvæðisreit og einnig verði gert ráð fyrir breytingu á íbúðarsvæði við Skarðshlíð þar sem fyrirhugað er að byggja heilsugæslustöð fyrir norðurhluta bæjarins.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Felur breytingin í sér að svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis er skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Þá er gerð breyting á ákvæðum íbúðarsvæðis merkt ÍB19 sem felur í sér að heimilt verður að byggja heilsugæslu á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. desember 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Felur breytingin í sér að svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis er skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Þá er gerð breyting á ákvæðum íbúðarsvæðis merkt ÍB19 sem felur í sér að heimilt verður að byggja heilsugæslu á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Einarsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Barst eitt athugasemdabréf og ein umsögn á kynningartíma.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3487. fundur - 19.01.2021

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. janúar 2021:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Barst eitt athugasemdabréf og ein umsögn á kynningartíma.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að auglýst verði, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. febrúar 2021 þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við auglýsingu breytingarinnar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. janúar 2021, þegar brugðist hefur verið við ábendingum varðandi skilmála um hæð og þéttleika byggðar á tjaldsvæðisreit. Þá er jafnframt lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu aðalskipulags þar sem gerðar hafa verið lagfæringar til að koma til móts við bréf Skipulagsstofnunar.
Skipulagsráð samþykkir lagfærð gögn og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Öldungaráð - 13. fundur - 30.03.2021

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 19. janúar 2021 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting er gerð á svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis sem verður skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem er á svæðinu.

Sjá nánar hér:

https://www.akureyri.is/is/frettir/category/40/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2018-2030-heilsugaeslustodvar
Öldungaráð styður það að heilsugæsla verði byggð á skilgreindu svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis en óskar eftir því að fá frekari kynningu á fyrirhugaðri staðsetningu heilsugæslustöðvar í póstnúmeri 603.
Arnrún Halla Arnórsdóttir vék af fundi kl. 14:05.

Ungmennaráð - 16. fundur - 08.04.2021

Skipulagsráð óskar eftir umsögn.
Ungmennaráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi á tjaldsvæðareit og Skarðshlíð 20.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og barst ein athugasemd auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku, Minjastofnun, öldungaráði, hverfisnefnd og Hörgársveit. Sumar umsagnirnar bárust fyrr í skipulagsferlinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við innkominni athugasemd.

Bæjarstjórn - 3493. fundur - 04.05.2021

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. apríl 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og barst ein athugasemd auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku, Minjastofnun, öldungaráði, hverfisnefnd og Hörgársveit. Sumar umsagnirnar bárust fyrr í skipulagsferlinu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við innkominni athugasemd.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Hilda Jana Gísladóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum við innkominni athugasemd.