Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2020

Málsnúmer 2016110141

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá afgreiðslu- og þjónustugjalda skipulagsdeildar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillögur að breytingu á gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda verði samþykkt.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Tekin til umfjöllunar tillaga sviðsstjóra að breytingu á gjaldskrá afgreiðslu- og þjónustugjalda skipulagssviðs.
Tekið til umræðu, frestað.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er gjaldskráin lögð fram án breytinga en gjöld breytast í samræmi við byggingarvísitölu 1. janúar á hverju ári.
Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að miðað verði við óbreytta gjaldskrá en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við endurskoðun á gjaldskránni vegna breytinga á mannvirkjalögum.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 8. ágúst 2019 þar sem lögð er fram tillaga um breytingu á gr. 2.1 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er lagt til að gjald fyrir breytingu á aðalskipulagsgögnum verði í samræmi við reikning aðkeyptrar vinnu í stað fastrar upphæðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að gjaldskránni verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Bæjarráð - 3649. fundur - 22.08.2019

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. ágúst 2019:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 8. ágúst 2019 þar sem lögð er fram tillaga um breytingu á gr. 2.1 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er lagt til að gjald fyrir breytingu á aðalskipulagsgögnum verði í samræmi við reikning aðkeyptrar vinnu í stað fastrar upphæðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að gjaldskránni verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs um breytingu á gjaldskrá með 5 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 21. nóvember 2019 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gr. 2.4 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitenda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.



Er gjaldskráin að öðru leyti lögð fram án breytinga en upphæðir gjalda breytast í samræmi við byggingarvísitölu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í breytingar á gjaldskrá vegna útgáfu framkvæmdaleyfis en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útfæra ákvæðið nánar í samráði við bæjarlögmann.

Skipulagsráð samþykkir að miða áfram við óbreytta gjaldskrá að öðru leyti.

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 20. febrúar 2020 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gr. 2.4 í gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitanda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3469. fundur - 03.03.2020

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 20. febrúar 2020 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gr. 2.4 í gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitanda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, tillögu skipulagsráðs um breytingu á gr. 2.4. í gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitanda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir þjónustu skipulagssviðs.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á 3. gr. Gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mann­virki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst endurskoðun á gjaldi fyrir útmælingu lóða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og bæjarlögmanni verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 13 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á 3. gr. Gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mann­virki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst endurskoðun á gjaldi fyrir útmælingu lóða.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og bæjarlögmanni verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Gunnar Gíslason og Þórhallur Jónsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á 3. gr. Gjaldskrár Akureyrarbæjar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðslu.