Móasíða 1 - beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum

Málsnúmer 2020020705

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu tveggja íbúðarhúsa á lóð nr. 1 við Móasíðu. Óskað er eftir að fá byggingaráformin grenndarkynnt. Meðfylgjandi er skýringarmynd
Að mati skipulagsráðs er framlögð tillaga að uppbyggingu of umfangsmikil og getur því ekki fallist á framlagða tillögu.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna að gerð lýsingar deiliskipulags fyrir uppbyggingu í samræmi við áður grenndarkynnta tillögu í júní 2018.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Erindi dagsett 28. maí 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, óskar eftir að bygging 2ja hæða íbúðarhúss á lóðinni Móasíðu 1 verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2020. Er húsið sambærilegt húsi sem grenndarkynnt var árið 2018.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni Móasíðu 1. Var umsóknin grenndarkynnt með bréfi dagsett 25. júní 2020 með fresti til að gera athugasemdir til 23. júlí. Átta athugasemdabréf bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við efni fyrirliggjandi athugasemda.

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni Móasíðu 1. Var umsóknin grenndarkynnt með bréfi dagsettu 25. júní 2020 með fresti til að gera athugasemdir til 23. júlí. Átta athugasemdabréf bárust á kynningartíma. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjenda dagsett 2. september 2020. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs þann 12. ágúst sl. Auk ofangreindra gagna er nú lagt fram samþykki eigenda íbúða við Móasíðu 1 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um efni innkominna athugasemda.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

Skipulagsráð - 344. fundur - 23.09.2020

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni Móasíðu 1. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 9. september sl. Eru grenndarkynningargögn nú lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum, greinargerð umsækjanda dagsettri 2. september 2020 og samþykki eigenda íbúða í Móasíðu 1 ásamt tillögu að umsögn um efni innkominna athugasemda.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu. Þar sem um uppbyggingu í grónu hverfi er að ræða er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjanda um fyrirhugaða útfærslu á hæð og stærð hússins.

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóðinni Móasíðu 1. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 23. september sl. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum:

- Stærð á nýju fjölbýlishúsi verði 900 m² í stað 1.000 m².

- Ekki lengur gert ráð fyrir flötu þaki þannig að hámarks vegghæð verður 6,3 m í stað 7,6 m.

- Byggingarreitur syðst færist um 80 cm til norðurs og verður 3,4 m frá lóðarmörkum.

- Vesturhluti byggingarreitar minnkar um 1 m.

- Hámarksfjöldi íbúða fer úr 12 íbúðum í 10.

Eru grenndarkynningargögn lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum, greinargerð umsækjanda dagsettri 2. september 2020 og samþykki eigenda íbúða í Móasíðu 1 ásamt tillögu að umsögn um efni innkominna athugasemda.

Á fundinn kom Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu og kynnti tillöguna nánar.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð samþykkir umsókn um leyfi til að byggja tveggja hæða íbúðarhús á lóð Móasíðu 1 með breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og samþykkir jafnframt tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir. Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa.