Móasíða 1 - beiðni um grenndarkynningu á byggingaráformum

Málsnúmer 2020020705

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu tveggja íbúðarhúsa á lóð nr. 1 við Móasíðu. Óskað er eftir að fá byggingaráformin grenndarkynnt. Meðfylgjandi er skýringarmynd
Að mati skipulagsráðs er framlögð tillaga að uppbyggingu of umfangsmikil og getur því ekki fallist á framlagða tillögu.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna að gerð lýsingar deiliskipulags fyrir uppbyggingu í samræmi við áður grenndarkynnta tillögu í júní 2018.