Norðurtangi 7 og 9

Málsnúmer 2019060125

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Erindi dagsett 3. júní 2019 þar sem Hólmgeir Karlsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, óskar eftir því að fá úthlutað lóðum nr. 7 og 9 við Norðurtanga þar sem hann er nú þegar með starfsemi. Er markmiðið að byggja nýtt allt að 2.000 m² húsnæði í stað þeirra mannvirkja sem nú eru á staðnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lagt fram erindi Sunnu Axelsdóttur, dagsett 7. október 2020, f.h. Bústólpa ehf. þar sem ítrekuð er ósk um að fá úthlutaða nýja lóð fyrir starfsemina á Norðurtanga. Þá er jafnframt lagt fram erindi Eiríks S. Jóhannssonar f.h. Slippsins á Akureyri, dagsett 17. september 2020 um lóðir og skipulag á svæðinu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við Bústólpa.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Tekin fyrir að nýju beiðni Bústólpa ehf. um að fá úthlutaðri nýrri lóð fyrir starfsemi fyrirtækisins á Norðurtanga.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september 2022 og var afgreiðslu frestað.
Fyrir liggur að bæði Slippurinn Akureyri ehf. og Bústólpi ehf. hafa óskað eftir sama svæði við Norðurtanga fyrir framtíðaruppbyggingu.

Að mati skipulagsráðs er starfsemi Slippsins Akureyri ehf. háðari nálægð við hafnarsvæði en starfsemi Bústólpa ehf. Meirihluti skipulagsráð hafnar því erindi Bústólpa ehf. um nýja lóð við Norðurtanga og felur skipulagsfulltrúa að ganga til viðræðna við Bústólpa ehf. um hentuga staðsetningu fyrir starfsemina.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Lagt fram erindi Sunnu Axelsdóttur f.h. Bústólpa ehf. dagsett 3. nóvember 2023 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 25. október sl. þar sem umsókn Bústólpa um lóð nr. 7 og 9 við Norðurtanga var hafnað.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lagt fram til kynningar erindi Sunnu Axelsdóttur lögmanns dagsett 22. desember 2023, f.h. Bústólpa, varðandi lóð á Norðurtanga og er óskað eftir afstöðu bæjarins og upplýsingum um hvernig sveitarfélagið hyggst tryggja að ekki verði gengið á hagsmuni Bústólpa.
Skipulagsfulltrúa er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.