Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100222

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem er í vinnslu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Þá liggur fyrir að efni breytingarinnar hefur þegar verið vel kynnt í tengslum við kynningu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nú er í vinnslu.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. október 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem er í vinnslu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né sé líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Þá liggur fyrir að efni breytingarinnar hefur þegar verið vel kynnt í tengslum við kynningu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nú er í vinnslu.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem er í vinnslu. Breytingin er metin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði. Þá liggur fyrir að efni breytingarinnar hefur þegar verið vel kynnt í tengslum við kynningu á deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nú er í vinnslu.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem hefur verið í vinnslu. Bæjarstjórn samþykkti sambærilega tillögu sem óverulega breytingu á fundi 20. október sl. en Skipulagsstofnun féllst ekki á það og að fara þyrfti með breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi. Var tillagan kynnt með auglýsingu sem birtist 25. nóvember 2020 og felur í sér breytingu á ákvæðum greinargerðar varðandi áætlaða skiptingu íbúðategunda, hæð húsa og fjölda íbúða. Liggja nú fyrir umsagnir frá Hörgarsveit og Minjastofnun auk þriggja athugasemdabréfa frá íbúum á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Athugasemdir og umsagnir sem kunna að berast á næstu dögum verða lagðar fyrir á fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. desember 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem hefur verið í vinnslu. Bæjarstjórn samþykkti sambærilega tillögu sem óverulega breytingu á fundi 20. október sl. en Skipulagsstofnun féllst ekki á það og að fara þyrfti með breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi. Var tillagan kynnt með auglýsingu sem birtist 25. nóvember 2020 og felur í sér breytingu á ákvæðum greinargerðar varðandi áætlaða skiptingu íbúðategunda, hæð húsa og fjölda íbúða. Liggja nú fyrir umsagnir frá Hörgarsveit og Minjastofnun auk þriggja athugasemdabréfa frá íbúum á svæðinu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Athugasemdir og umsagnir sem kunna að berast á næstu dögum verða lagðar fyrir á fundi bæjarstjórnar.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að auglýst verði skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breyting á aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir íbúðarsvæði ÍB17 og ÍB18 til samræmis við og samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins.

Ungmennaráð - 13. fundur - 07.01.2021

Beiðni um umsögn frá skipulagsráði.
Ungmennaráð samþykkir breytingarnar og hvetur til þess að byggðar verði fleiri ódýrari íbúðir sem er gott fyrir ungt fólk sem er að kaupa sínar fyrstu eignir.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi sem auglýst var samhliða. Var aðalskipulagsbreytingin auglýst 19. desember 2020 með athugasemdafresti til 1. febrúar 2021. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Hörgársveit, Minjastofnun, Norðurorku og ungmennaráði. Fyrir liggur tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu og feli sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt að tillaga að svörum um efni athugasemdar og umsagna verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3489. fundur - 16.02.2021

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. febrúar 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi sem auglýst var samhliða. Var aðalskipulagsbreytingin auglýst 19. desember 2020 með athugasemdafresti til 1. febrúar 2021. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Hörgársveit, Minjastofnun, Norðurorku og ungmennaráði. Fyrir liggur tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu og feli sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt að tillaga að svörum um efni athugasemdar og umsagna verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðasvæði ÍB17 og ÍB18 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum um efni athugasemdar og umsagna.