Byggingar fyrir fatlað fólk í fyrirhuguðu deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050123

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1300. fundur - 08.05.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs kynnti formlegt erindi til skipulagsráðs Akureyrarbæjar, samantekt varðandi nauðsyn þess að gert sé ráð fyrir byggingum fyrir fatlað fólk með verulegar stuðningsþarfir í fyrirhuguðu deiliskipulagi Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagt fram bréf Laufeyjar Þórðardóttur starfandi sviðsstjóra búsetusviðs Akureyrarbæjar dagsett 6. maí 2019 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir byggingum fyrir fatlað fólk með verulegar stuðningsþarfir þegar unnið er að gerð deiliskipulags innan Akureyrarbæjar. Samkvæmt 10 ára áætlun búsetusviðs er þörf á byggingu 36 íbúða í 6 kjörnum til ársins 2028.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna í málinu með búsetusviði.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 7. janúar 2020 um mögulega staðsetningu búsetukjarna fyrir fólk með verulegar stuðningsþarfir, til samræmis við áætlun búsetusviðs til næstu 10 ára.
Skipulagsráð vísar minnisblaðinu til umsagnar velferðarráðs.

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lagt fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur sviðsstjóra búsetusviðs dagsett 7. október 2020 varðandi möguleikan á að nýta lóðina Krókeyri 1 fyrir byggingu búsetukjarna.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að skoða hvort að lóðin henti til uppbyggingar búsetukjarna. Þar sem umrætt svæði er samkvæmt aðalskipulaginu eingöngu ætlað fyrir safnastarfsemi er afgreiðslu málsins frestað og sviðsstjóra falið að leita umsagnar stjórnar Akureyrarstofu um málið.

Stjórn Akureyrarstofu - 306. fundur - 15.10.2020

Erindi dagsett 9. október 2020 frá Pétri Inga Haraldssyni sviðsstjóra skipulagsviðs þar sem óskað er eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um hvort að það kæmi til greina að nýta lóð, Krókeyri 1, fyrir nýjan búsetukjarna með öryggisvistun.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemdir við tillöguna.