Hopp - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090583

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Erindi dagsett 20. september 2020 þar sem Axel Albert Jensen leggur inn fyrirspurn varðandi opnun Hopp rafskútuleigu á Akureyri. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að þjónustusamningi um stöðvalausa hjólaleigu sem byggir á sams konar samningi og Reykjavíkurborg hefur gert við Hopp.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði þjónustusamningur um stöðvalausa hjólaleigu við umsækjanda í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Skipulagsráð samþykkir ekki að umsækjandi fái sérleyfi á starfsemi rafskúta í sveitarfélaginu eða þá að fjöldi mögulegra leyfa verði takmarkaður.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 87. fundur - 16.10.2020

Pétur Ingi Haraldsson sviðstjóri skipulagssviðs kynnti fyrir ráðinu samningsdrög að stöðvalausri hjólaleigu á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði þjónustusamningur um stöðvalausa hjólaleigu við umsækjanda í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög.

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Lögð fram til kynningar gögn varðandi nýtingu Hopp hjóla á Akureyri fyrir árið 2021. Samkvæmt þeim voru farnar rúmlega 103 þúsund ferðir þá 6 mánuði sem starfsemin var í gangi á árinu og eknir voru rúmlega 169 þúsund kílómetrar. Voru hjólin 65 talsins en á næsta ári er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað í um 145 stk.
Skipulagsráð fagnar hversu vel hefur til tekist með Hopp hjól á Akureyri í sumar en hvetur um leið rekstraraðila til að stuðla að aukinni fræðslu fyrir notendur hjólanna.

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Lagt fram erindi Axels Alberts Jensen dagsett 7. október 2022 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um stöðvalausa hjólaleigu á Akureyri en núgildandi samningur rennur út 9. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að nýjum samningi við Hopp í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið sem síðan verður lagður fram til samþykktar í skipulagsráði og umhverfis- og mannvirkjaráði. Miða skal við að samningur verði til tveggja ára eins og fyrri samningur. Ekki er samþykkt að umsækjandi fái sérleyfi á starfseminni eða þá að fjöldi mögulegra leyfa verði takmarkaður.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi við Hopp um starfsemi stöðvalausrar rafskútuleigu á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti að þjónustusamningur við umsækjanda um stöðvalausa rafskútuleigu í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði endurnýjaður til tveggja ára.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagður fram til upplýsingar, samningur við hlaupahjólaleiguna Hopp Akureyri.