Deiliskipulag Hagahverfis - stöðumat

Málsnúmer 2018080142

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Lögð fram til kynningar samantekt Teiknistofu Arkitekta dagsett 14. ágúst 2018 sem kallast "Stöðumat á Hagahverfi". Tilgangur með gerð samantektar var að skoða hvort íbúðadreifing samþykktra fjölbýlishúsa í hverfinu sé í samræmi við markmið deiliskipulagsins auk þess sem tekin voru til skoðunar gæði íbúða og mögulegar úrbætur. Í samantektinni er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæðum deiliskipulagsins sem varða kafla 3.3.8 um bílastæði og bílageymslur, kafla 3.3.1 Almennir skilmálar fyrir fjölbýlishús auk þess sem sett eru fram nokkur atriði til athugunar.

Á fundinn komu Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofu Arkitekta og kynntu samantektina.
Skipulagsráð þakkar Árna og Lilju fyrir kynningnuna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að taka saman tillögur að breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Á fundi skipulagsráðs 29. ágúst sl. var kynnt samantekt Teiknistofu Arkitekta sem kallast "Stöðumat á Hagahverfi" þar sem meðal annars eru lagðar fram nokkrar tillögur að breytingu á deiliskipulagi hverfisins. Var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að taka saman tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.


Er nú lögð fram tillaga skipulagsráðgjafa að breytingum á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang.
Frestað.

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hagahverfis dagsett 22. október 2018. Er um að ræða tillögu að breytingu á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang. Er gert ráð fyrir að tillögurnar gildi eingöngu um lóðir sem ekki er búið að úthluta.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að ekki verði gerð breyting á kafla 3.3.1 um svalaganga og að það verði skýrt tilgreint til hvaða lóða deiliskipulagsbreytingin nær.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hagahverfis dagsett 22. október 2018. Er um að ræða tillögu að breytingu á skilmálum sem varða ákvæði í kafla 3.3.8 um bílastæðafjölda, ákvæði í kafla 3.3.1 um staðsetningu svefnherbergja við svalaganga, ákvæði í kafla 3.25 um frágang lóða og að lokum ákvæði í kafla 3.3.1 um lóðarfrágang. Er gert ráð fyrir að tillögurnar gildi eingöngu um lóðir sem ekki er búið að úthluta.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með þeirri breytingu að ekki verði gerð breyting á kafla 3.3.1 um svalaganga og að það verði skýrt tilgreint til hvaða lóða deiliskipulagsbreytingin nær.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 345. fundur - 14.10.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 1. október 2020 um stöðu uppbyggingar íbúða í Hagahverfi.