Skipulagsráð

311. fundur 13. mars 2019 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2019 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2019 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur felur skipulagssviði að auglýsa ákvörðunina.

2.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. febrúar 2019 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. maí til 25. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

3.Rangárvellir - Granaskjól - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2019030073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2019 þar sem Stefán H. Steindórsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar frá Rangárvöllum að Granaskjóli ásamt lagningu hitaveitulagnar í fyrirhugaðan göngustíg sunnan við Rangárvelli 2 og vinnu vegna tenginga í heshúsahverfinu að Hlíðarholti.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

4.Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 8. mars 2019, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 1. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 26. september 2018 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 15. mars 2019.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð fellst á rök umsækjanda um óvissu í ferðamálum og samþykkir umbeðinn frest.

5.Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn

Málsnúmer 2019020305Vakta málsnúmer

Erindi lagt fram að nýju með innkomnum gögnum þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar lagna í Þórunnarstræti. Framkvæmdin er hluti af Hjalteyrarverkefninu og áætlaður framkvæmdatími er frá byrjun maí og fram í ágúst 2019. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Umsækjandi skal, áður en framkvæmdir hefjast, kynna bæjarbúum og sérstaklega íbúum á framkvæmdasvæðinu fyrirhugaðar framkvæmdir og röskun sem af þessu hlýst og setja upp nauðsynlegar merkingar vegna umferðar í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

6.Austurbrú 2-4 - lóðarmörk, bílastæðakort og stæði við innganga

Málsnúmer 2019020347Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2019 þar sem Gunnar Karlsson fyrir hönd húsfélagsins Austurbrú 2-4, kt. 440618-1030, óskar eftir upplýsingum varðandi lóðarmörk, bílastæðakort og stæði við innganga við hús nr. 2-4 við Austurbrú.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að upplýsa fyrirspyrjendur um stöðu mála varðandi frágang lóðarmarka. Ráðið samþykkir ekki að íbúar í Austurbrú 2-4 fái bílastæðakort þar sem slíkt kort er eingöngu ætlað fyrir eigendur íbúða sem hafa ekki aðgang að bílastæði innan eigin lóðar. Samkvæmt tillögu að skipulagi bílastæða, sem hefur þó ekki verið formlega samþykkt, er gert ráð fyrir að stæði við Austurbrú verði 2 klst. stæði frá 10-16 alla virka daga.

7.Hofsbót 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019030086Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2019 þar sem Halldór Magnússon fyrir hönd Ideal Company ehf., kt. 690900-3350, óskar eftir því við skipulagsráð að fyrirtækinu verði veitt lóðin Hofsbót 2. Meðfylgjandi er yfirlýsing Íslandsbanka.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem umrædd lóð hefur ekki verið auglýst laus til úthlutunar. Ráðið felur sviðsstjóra skoða möguleikann á að gera lóðina úthlutunarhæfa.

8.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 711. fundar, dagsett 21. febrúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

9.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 712. fundar, dagsett 28. febrúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

10.Ársskýrsla skipulagssviðs 2018

Málsnúmer 2019030083Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að ársskýrslu skipulagssviðs fyrir árið 2018.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða ársskýrslu.

11.Kortlagning hávaða - aðgerðaáætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2019-2024 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

12.Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. mars 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, óskar eftir breytingu á aðalskipulagi svæðisins til að stækka lóðina Miðhúsaveg 4 og skilgreina byggingarreit fyrir allt að 300 fermetra iðnaðarhúsnæði, nýbyggingu. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir stækkun lóðar og afmörkun byggingarreitar.
Skipulagsráð samþykkir ekki að gerð verði breyting á núverandi aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á núverandi athafnasvæði þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði.
Fylgiskjöl:

13.Austursíða 2 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2019030021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Reita iðnaðar ehf., kt. 530117-0570, óskar eftir breytingu á skilgreiningu lóðarinnar Austursíðu 2 úr athafnalóð í blandaða notkun fyrir íbúðir og þjónustu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna þrjár mismunandi útfærslur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni sem eru með 86, 105 og 135 íbúðir. Lóðin er um 4 ha að stærð og í dag er þar 9.000 m² athafnahúsnæði (Sjafnarhúsið). Ekki er gert ráð fyrir breytingu á núverandi húsnæði í fyrirliggjandi tillögum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

14.Glerárskóli - aðalskipulagsbreyting vegna leikskólalóðar

Málsnúmer 2019010097Vakta málsnúmer

Lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar lóðar Glerárskóla var kynnt með auglýsingu sem birtist 13. febrúar síðastliðinn auk þess sem hún var sérstaklega kynnt Íþróttafélaginu Þór, íbúum í næsta nágrenni og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Þá var hún einnig send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Norðurorku og Minjastofnunar. Fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun auk athugasemdabréfa frá íbúum í Drangshlíð og Hvammshlíð og Íþróttafélaginu Þór.

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð telur að í ljósi fyrirliggjandi athugasemda þurfi að leggja fram drög að deiliskipulagi svæðisins áður en haldið er áfram með ferli aðalskipulagsbreytingar. Afgreiðslu frestað.

15.Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi

Málsnúmer 2018080081Vakta málsnúmer

Lýsing aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér breytingu á landnotkun hluta af núverandi athafnasvæði í Krossaneshaga, merkt AT5, yfir í iðnaðarsvæði, var auglýst til kynningar 20. febrúar 2019. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Norðurorku og Minjastofnunar. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem byggir á lýsingu og fyrirliggjandi umsögnum.

Skipulagsráð felur skipulagssviði að kynna fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

16.Hagahverfi, þjónustukjarni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050096Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að í stað einbýlishúsalóða við Nonnahaga 21 og 23 er gert ráð fyrir lóð fyrir 6 íbúða fjölbýli.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er búið að úthluta lóðum á þessu svæði og er Akureyrarbær eini hagsmunaaðilinn.

17.Hafnarstræti 88 - krafa um innkeyrslu ásamt bílastæðum

Málsnúmer 2017010571Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem felst í að tveimur bílastæðum er bætt við á svæði milli Hafnarstrætis 86 og 88. Fyrir liggur athugasemd frá íbúum Hafnarstrætis 86 dagsett 21. febrúar 2019.
Afgreiðslu frestað.

18.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019030032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 670711-0570, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 2 og samþykkis á tillögu að íbúðadreifingu. Óskað er eftir eftirfarandi breytingum:

1. Nýtingarhlutfall verði hækkað úr 1,0 í 1,3.

2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði hækkað úr 0,3 í 0,5.

3. Hliðrun lóðarmarka, án breytinga á stærð lóðar.

4. Stækkun á bílastæðum við götu.

5. Að lágmarks lofthæð bílakjallara megi vera 2,3 m.

6. Aðkoma að leiksvæði verði norður úr húsinu.

7. Að svalir fái að ná 2,0 m út fyrir byggingarreit.

8. Að stigahús og svalagangar fái að ná 0,6 m út fyrir byggingarreit.

Er breytingin sambærileg og gerð var vegna Elísabetarhaga 2 og til skýringar er lögð fram þrívíddarteikning af því húsi.

Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar á hliðrun lóðarmarka.
Afgreiðslu frestað.

19.Gránufélagsgata 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 4 við Gránufélagsgötu. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði aukið þannig að hámarksbyggingarmagn eykst úr 3.555,9 m² í allt að 4.200 m² og að heimilt verði að láta svalir ná 80-100 cm út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að fela skipulagssviði að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga þegar skipulagsgögn liggja fyrir.

20.Gróðrarstöð í Kjarnaskógi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010310Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar-Gróðrarstöðvar sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

21.Kjarnaskógur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2019030088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. fyrir hönd Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, og Skógræktarfélags Íslands, kt. 600269-3809, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra sem minnkar skipulagssvæðið vegna stækkunar deiliskipulagssvæðis fyrir gróðrarstöðina í Kjarnaskógi.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og þar sem ekki er talið að breytingin hafi áhrif á aðra en umsækjendur og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu.

22.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Lagðar fram að nýju tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6. Liggja nú fyrir umsagnir frá:

Landsneti dagsett 15. janúar 2019 ásamt bréfi dagsettu 7. mars 2019,

SS Byggi dagsett 22. janúar 2019,

Hverfisráði Giljahverfis dagsett 25. janúar 2019,

Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 23. janúar 2019,

Rarik dagsett 4. febrúar 2019 og

Norðurorku dagsett 6. febrúar 2019.

Einnig liggur fyrir minnisblað frá Eflu dagsett 1. mars 2019.

Þá er lagt fram minnisblað Björns Jóhannessonar lögmanns dagsett 19. febrúar 2019 um mögulegt vanhæfi Tryggva Más Ingvarssonar og Helga Snæbjarnarsonar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs, ásamt skipulagsráðgjafa, að endurskoða skilmála deiliskipulagsbreytingar með það í huga að gera ráðstafanir til að koma til móts við athugasemdir sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum.

23.Goðanes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017100411Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Goðaness 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar um 9.509,4 m² til austurs og verður 26.698,1 m² eftir stækkun. Drög að breytingu hafa þegar verið kynnt aðliggjandi lóðarhöfum og var afmörkun lóðar breytt í kjölfar athugasemda þar um frá lóðarhöfum Freyjuness 10.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og í ljósi þess að drög að lóðarstækkun hafa þegar verið kynnt og tekið tillit til athugasemda sem bárust er ekki talin þörf á að grenndarkynna breytinguna sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. skipulagslaga.

Breytingin er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.