Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013010305

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Erindi dagsett 25. janúar 2013 þar sem Gísli Steinar Gíslason f.h. Norðurbrúar ehf., kt: 620113-0420, Kaldbaksgötu 1, sækir um lóðina nr. 80 við Hafnarstræti til að byggja hótel.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Edward H. Huijbens óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Erindi dagsett 6. febrúar 2014 þar sem Guðbjarni Eggertsson og Einar Valdimarsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækja um framkvæmdafrest fyrir lóð nr. 80 við Hafnarstræti.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdarfrest til 1. júní 2014.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 12. maí 2014 þar sem Guðbjarni Eggertsson og Einar Valdimarsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækja um framkvæmdafrest á lóð nr. 80 við Hafnarstræti.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdarfrest til 1. janúar 2015.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 6. október 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til 1. nóvember 2016 á lóð nr. 80 við Hafnarstræti.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til 20. ágúst 2017 á lóð nr. 80 við Hafnarstræti. Félagið hefur framkvæmdafrest til 1. nóvember 2016, sem skipulagsnefnd samþykkti 14. október 2015.

Einnig er lagt fram erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf. óskar eftir heimild til að fergja lóðina. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir erindinu.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna framlengingu á framkvæmdafresti þar sem lóðin er ekki enn byggingarhæf og nauðsynlegt að fergja hana vegna grundunar væntanlegs húss.

Skipulagsnefnd samþykkir að leyfa fergingu lóðarinnar. Farghæð verði um 4,5 metrar, fargið látið standa í allt að sex mánuði og fylgst með sigferlinum. Gerðar eru þær kröfur um frágang að ekki fjúki úr haugnum t.d. með torfi eða á annan viðunandi hátt sem skipulagsstjóri samþykkir þannig að svæðið verði snyrtilegt ásýndar. Ákveði umsækjandi að skila lóðinni skal hann fjarlægja fargið á eigin kostnað og ganga frá svæðinu í sama ástandi og nú er.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt: 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti fyrir lóðina nr. 80 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd veitti framlengingarfrest á fundi sínum þann 14. september 2016 til 20. ágúst 2017. Sjá frekar í bréfi.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista lýsti sig vanhæfa og var það samþykkt.


Skipulagsráð óskar eftir gögnum um sigmælingar á lóðinni og frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt: 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti fyrir lóðina nr. 80 við Hafnarstræti.

Skipulagsnefnd veitti aukinn framkvæmdafrest á fundi sínum þann 14. september 2016 til 20. ágúst 2017. Skipulagsráð óskaði á fundi sínum 27. september 2017 eftir gögnum um sigmælingar á lóðinni og frestaði erindinu milli funda.

Lögð er fram samantekt frá Oddi Sigurðssyni jarðvegsverkfræðingi "Farg og sigferlar" dagsett 26. september 2017.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð frestar erindinu og veitir umsækjanda framkvæmdafrest til 31. desember 2017 og til að leggja fram frekari gögn varðandi jarðvegssig og tillögur að grundun sem henta í þessu tilviki.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóðinni nr. 80 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd veitti aukinn framkvæmdafrest til 20. ágúst 2017 á fundi sínum þann 14. september 2016. Skipulagsráð óskaði á fundi sínum 27. september 2017 eftir gögnum um sigmælingar á lóðinni og frestaði erindinu milli funda. Lögð var fram samantekt frá Oddi Sigurðssyni jarðvegsverkfræðingi "Farg og sigferlar" dagsett 26. september 2017.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. október 2017 og veitti umsækjanda framkvæmdafrest til 31. desember 2017 og til að leggja fram frekari gögn varðandi jarðvegssig og tillögur að grundun sem henta í þessu tilviki.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð veitir umsækjanda framlengingu á framkvæmdafresti til 30. júní 2018, að því tilskyldu að umbeðin gögn berist fyrir 31. desember 2017.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 11. júní 2018, f.h. Norðurbrúar ehf., þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. september 2018. Núgildandi frestur er til 30. júní nk.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Ólína Freysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 14. september 2018, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 15. mars 2019. Núgildandi frestur er til 30. september 2018.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að veita frest til framkvæmda á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti og Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 8. mars 2019, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóðinni Hafnarstræti 80 til 1. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 26. september 2018 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 15. mars 2019.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð fellst á rök umsækjanda um óvissu í ferðamálum og samþykkir umbeðinn frest.

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Lagt fram bréf Sverris Gestssonar dagsett 12. apríl 2019, fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til þess að taka ákvörðun um framkvæmdir á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. mars 2020 og til 30. maí 2020 til þess að hefja framkvæmdir. Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2019.
Þórhallur Jónsson D-lista leggur til að Norðurbrú ehf. verði ekki veittur frekari frestur en þegar hefur verið gert og lóðin verði auglýst að nýju með upphaflegum skilmálum um bílakjallara. Norðurbrú ehf. er þá frjálst að sækja um að nýju ásamt öðrum áhugasömum aðilum.

Tillagan var borinn upp til atkvæða en felld með þremur atkvæðum gegn einu. Ólafur Kjartanssons V-lista sat hjá.


Skipulagsráð samþykkir að veita ekki frekari frest á framkvæmdum á lóðinni.

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Erindi dagsett 3. maí 2019 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf. óskar eftir endurupptöku ákvörðunar skipulagsráðs frá 24. apríl sl. þegar ráðið synjaði Norðurbrú um framlengingu á fresti til þess að taka ákvörðun um framkvæmdir á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. mars 2020 og til 30. maí 2020 til þess að hefja framkvæmdir. Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2019.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur bæjarlögmanni að kanna hvort skilyrði endurupptöku séu til staðar.