Gránufélagsgata 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010084

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi dagsett 4. janúar 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 4 við Gránufélagsgötu. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall verði aukið þannig að hámarksbyggingarmagn eykst úr 3.555,9 m² í allt að 4.200 m² og að heimilt verði að láta svalir ná 80-100 cm út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að fela skipulagssviði að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 44. gr. skipulagslaga þegar skipulagsgögn liggja fyrir.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að heimila umsækjanda, Sigurði Hafsteinssyni fyrir hönd RS fasteigna ehf., kt. 701213-0170, að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nær til lóðarinnar Gránufélagsgata 4 þar sem gert er ráð fyrir auknu byggingarmagni og heimild til að láta svalir ná út fyrir byggingarreit.

Er nú lögð fram tillaga að breytingu þar sem gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall hækki úr 3.0 í 3.82 (allt að 4.206 m²) og að heimilt verði að láta svalir ná allt að 1 m út fyrir byggingarreit á 2. - 4. hæð. Til viðbótar er í framlagðri tillögu gert ráð fyrir að hámarkshæð verði 16,3 m í stað 15,8 m auk þess sem afmörkun og stærð lóðar breytist lítillega til samræmis við lóðablað og það sama á við um byggingarreit.

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er samþykkt að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Gránufélagsgötu 4. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall hækkar úr 3.0 í 3.82, að heimilt verði að láta svalir ná allt að 1 m út fyrir byggingarreit á 2.- 4. hæð, hámarkshæð verður 16,3 í stað 15,8 auk þess sem afmörkun og stærð lóðar breytist lítillega til samræmis við lóðablað og það sama á við um byggingarreit.

Engin athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.