Lagt fram að nýju erindi dagsett 27. febrúar 2019, ásamt viðbótarerindi dagsettu 18. mars 2019, þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 670711-0570, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 2 og samþykkis á tillögu að íbúðadreifingu. Óskað er eftir eftirfarandi breytingum:
1. Nýtingarhlutfall verði hækkað úr 1,0 í 1,3.
2. Nýtingarhlutfall bílgeymslu verði hækkað úr 0,3 í 0,5.
3. Hliðrun lóðarmarka, án breytinga á stærð lóðar.
4. Stækkun á bílastæðum við götu.
5. Að lágmarks lofthæð bílakjallara megi vera 2,3 m.
6. Aðkoma að leiksvæði verði norður úr húsinu.
7. Að svalir fái að ná 2,0 m út fyrir byggingarreit.
8. Að stigahús og svalagangar fái að ná 0,6 m út fyrir byggingarreit.
Er breytingin sambærileg og gerð var vegna Elísabetarhaga 2.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar á hliðrun lóðarmarka.
Þá leggur sviðsstjóri fram skjal sem sýnir íbúðadreifingu í samþykktum fjölbýlishúsum í Hagahverfi.