Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2010010129

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 198. fundur - 25.02.2015

Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða og gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði er yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.

Verkfræðistofan Efla ehf. hefur unnið tvær aðgerðaráætlanir sem byggja á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Eflu fyrir kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3370. fundur - 17.03.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. febrúar 2015:
Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða og gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði er yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.
Verkfræðistofan Efla ehf hefur unnið tvær aðgerðaráætlanir sem byggja á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar fulltrúa Eflu fyrir kynninguna og samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða við gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði sé yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.

Verkfræðistofan Efla ehf., hefur unnið aðgerðaráætlun sem byggir á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu, Ólafur Daníelsson verkfræðingur, kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Ólafi fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umhverfisnefnd - 103. fundur - 15.04.2015

Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Framkvæmdaráð - 306. fundur - 24.04.2015

Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Bæjarstjórn samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og var tillagan auglýst í fjórar vikur frá 25. mars til 22. apríl 2015.

Engar athugasemir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3373. fundur - 05.05.2015

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. mars 2015:
Að ósk Umhverfisstofnunar hefur farið fram vinna um kortlagningu hávaða við gerð aðgerðaráætlunar skv. reglugerð nr. 1000/2005. Umhverfisstofnun hefur móttekið hávaðakort frá Akureyrarbæ sem unnið var 2012 og niðurstöður kortlagningarinnar gefa til kynna að hávaði sé yfir umhverfismörkum á afmörkuðum svæðum. Ber því Akureyrarbæ að vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.
Verkfræðistofan Efla ehf., hefur unnið aðgerðaráætlun sem byggir á kortlagningu hávaða á Akureyri sem fulltrúi Eflu, Ólafur Daníelsson verkfræðingur, kynnti.
Skipulagsnefnd þakkar Ólafi fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 24. apríl 2015:
Lögð fram aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun gegn hávaða á Akureyri 2015-2020 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3373. fundur - 05.05.2015

16. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Bæjarstjórn samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og var tillagan auglýst í fjórar vikur frá 25. mars til 22. apríl 2015.
Engar athugasemir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 206. fundur - 24.06.2015

Aðgerðaráætlun gegn hávaða, Akureyrarbær 2015-2020, var auglýst í Dagskránni 6. maí með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9.

Ein athugasemd barst frá Oddi Ólafssyni, dagsett 8. júní 2015.

Hann er eigandi Strandgötu 19B og upplýsir að mesta truflunin og hávaðamengunin sé vegna hröðunar bíla sem taka af stað á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu til norðurs. Í athugasemdinni, sem er í 11 liðum, eru tilgreindar lausnir sem gætu dregið úr hraða og hávaðamengun.
Skipulagsnefnd þakkar innsenda athugasemd og vísar henni áfram til nánari skoðunar þegar tekin verður ákvörðun um framkvæmdir við úrbætur á Glerárgötunni sem vinna þarf í samráði við Vegagerðina.


Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Aðgerðaráætlun gegn hávaða, Akureyrarbær 2015-2020, var auglýst í Dagskránni 6. maí með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9.
Ein athugasemd barst frá Oddi Ólafssyni, dagsett 8. júní 2015.
Hann er eigandi Strandgötu 19B og upplýsir að mesta truflunin og hávaðamengunin sé vegna hröðunar bíla sem taka af stað á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu til norðurs. Í athugasemdinni, sem er í 11 liðum, eru tilgreindar lausnir sem gætu dregið úr hraða og hávaðamengun.
Skipulagsnefnd þakkar innsenda athugasemd og vísar henni áfram til nánari skoðunar þegar tekin verður ákvörðun um framkvæmdir við úrbætur á Glerárgötunni sem vinna þarf í samráði við Vegagerðina.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlunina og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlunina.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2019-2024 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. mars 2019:

Lögð fram tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2019-2024 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og hefur þegar verið haft samráð við Vegagerðina og Isavía.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við aðgerðaáætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum við fyrsta tækifæri og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina.

Andri Teitsson kynnti aðgerðaáætlunina.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og var haft samráð við Vegagerðina og Isavia við gerð hennar. Aðgerðaáætlunin var kynnt með auglýsingu dagsettri 3. apríl 2019 með fresti til að senda inn ábendingar til 1. maí 2019.

Tvær ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram ásamt aðgerðaáætluninni.
Að mati skipulagsráðs gefa fyrirliggjandi ábendingar ekki tilefni til breytinga á aðgerðaáætluninni og er lagt til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt óbreytt. Skipulagssviði er falið að svara ábendingunum.

Bæjarstjórn - 3455. fundur - 21.05.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir tímabilið 2018-2023 til samræmis við ákvæði reglugerðar um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005. Er aðgerðaáætlunin unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða sem gerð var árið 2017 og var haft samráð við Vegagerðina og Isavia við gerð hennar. Aðgerðaáætlunin var kynnt með auglýsingu dagsettri 3. apríl 2019 með fresti til að senda inn ábendingar til 1. maí 2019.

Tvær ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram ásamt aðgerðaáætluninni.

Að mati skipulagsráðs gefa fyrirliggjandi ábendingar ekki tilefni til breytinga á aðgerðaáætluninni og er lagt til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt óbreytt. Skipulagssviði er falið að svara ábendingunum.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.