Austurbrú 2-4 - lóðarmörk, bílastæðakort og stæði við innganga

Málsnúmer 2019020347

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi dagsett 21. febrúar 2019 þar sem Gunnar Karlsson fyrir hönd húsfélagsins Austurbrú 2-4, kt. 440618-1030, óskar eftir upplýsingum varðandi lóðarmörk, bílastæðakort og stæði við innganga við hús nr. 2-4 við Austurbrú.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að upplýsa fyrirspyrjendur um stöðu mála varðandi frágang lóðarmarka. Ráðið samþykkir ekki að íbúar í Austurbrú 2-4 fái bílastæðakort þar sem slíkt kort er eingöngu ætlað fyrir eigendur íbúða sem hafa ekki aðgang að bílastæði innan eigin lóðar. Samkvæmt tillögu að skipulagi bílastæða, sem hefur þó ekki verið formlega samþykkt, er gert ráð fyrir að stæði við Austurbrú verði 2 klst. stæði frá 10-16 alla virka daga.