Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn

Málsnúmer 2019020305

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar lagna í Þórunnarstræti. Framkvæmdin er hluti af Hjalteyrarverkefninu og áætlaður framkvæmdatími er frá byrjun maí og fram í ágúst 2019. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Afgreiðslu frestað milli funda.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Erindi lagt fram að nýju með innkomnum gögnum þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar lagna í Þórunnarstræti. Framkvæmdin er hluti af Hjalteyrarverkefninu og áætlaður framkvæmdatími er frá byrjun maí og fram í ágúst 2019. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Umsækjandi skal, áður en framkvæmdir hefjast, kynna bæjarbúum og sérstaklega íbúum á framkvæmdasvæðinu fyrirhugaðar framkvæmdir og röskun sem af þessu hlýst og setja upp nauðsynlegar merkingar vegna umferðar í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.