Hafnarstræti 88 - krafa um innkeyrslu ásamt bílastæðum

Málsnúmer 2017010571

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Friðrik Smárason fulltrúi hjá Prima lögmönnum f.h. fasteignaeigenda Hafnarstrætis 88, leggur fram þá kröfu að heimiluð verði innkeyrsla frá vestri til austurs inn á lóð Hafnarstrætis 88 og að gerð verði bílastæði sunnan og austan megin við Hafnarstræti 88.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að leita lausna í málinu.

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2017 var tekið fyrir erindi Prima lögmanna fyrir hönd eigenda Hafnarstrætis 88 varðandi bílastæði og aðgengi að lóðinni. Var skipulagssviði falið að leita lausna í málinu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í að bætt er við tveimur bílastæðum á svæði bæjarins milli lóða 86 og 88.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt, ráðsmenn féllust ekki á vanhæfið.

Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að gert verði ráð fyrir tveimur nýjum bílastæðum á svæði milli lóða nr. 86 og 88 við Hafnarstræti. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagssviði að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits sem felst í að tveimur bílastæðum er bætt við á svæði milli Hafnarstrætis 86 og 88. Fyrir liggur athugasemd frá íbúum Hafnarstrætis 86 dagsett 21. febrúar 2019.
Afgreiðslu frestað.