Gróðrarstöð í Kjarnaskógi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019010310

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, og Skógræktarfélags Eyfirðinga, kt. 600269-4299, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir gróðrarstöðina í Kjarnaskógi og einnig breytt deiliskipulag fyrir Kjarnaskóg og Hamra. Ástæða breytinganna er ósk um heimild til að byggja nýtt gróðurhús fyrir Sólskóga, skemmu fyrir Skógræktarfélag Eyfirðinga og stækka ræktunarsvæði. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir afmörkun fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjendum að láta vinna tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar-Gróðrarstöðvar sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga. Var tillagan auglýst 20. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2019. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að lóð Sólskóga stækki til vesturs yfir núverandi og fyrirhugað ræktunarsvæði. Að mati ráðsins er ekki um grundvallarbreytingu á deiliskipulaginu að ræða og er því ekki talin þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

Bæjarstjórn - 3455. fundur - 21.05.2019

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi sem felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins, auk nokkurra annarra minni breytinga. Var tillagan auglýst 20. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2019. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að lóð Sólskóga stækki til vesturs yfir núverandi og fyrirhugað ræktunarsvæði. Að mati ráðsins er ekki um grundvallarbreytingu á deiliskipulaginu að ræða og er því ekki talin þörf á að auglýsa breytinguna að nýju.

Andri Teitsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.