Skipulagsráð

275. fundur 11. október 2017 kl. 08:00 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

2 athugasemdir bárust:

1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.

Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.

a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.

b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.

c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.

2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.

Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri.

Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.


1 umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.

Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum.

Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar.

Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.
Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að vinna málið áfram með umhverfis- og mannvirkjasviði og umferðarsérfræðingi með hliðsjón af innkomnum athugasemdum.

Frestað.

2.Margrétarhagi 3 og 5 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 3 og nr. 5 við Margrétarhaga til að byggja á þeim parhús var sent í grenndarkynningu þann 1. september 2017 og lauk henni 29. september 2017.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

3.Brekatún 4-14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. september 2017 þar sem Marías Benedikt Kristjánsson og Ingi Snorri Bjarkason fyrir hönd húseigenda Brekatúns 4-14 sækja um breytingar á deiliskipulagi til að byggja 12 bíla bílskúrsbyggingu norðan lóðarinnar Brekatúns 4-14.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Lyngholt 9 - fyrirspurn um bílgeymslu

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Ásatún 40-46 - niðurfelling göngustíga

Málsnúmer 2017100058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um leyfi til að fella niður tvo göngustíga sem gert er ráð fyrir á lóðinni Ásatún 40-46 vegna bratta þeirra.
Skipulagsráð fellst ekki á að göngustígarnir verði felldir niður heldur leggur til að göngustígarnir verði lagaðir betur að landinu og halli þeirra þar með minnkaður.

6.Sjávargata 4 - umsókn um breytt deiliskipulag vegna verksmiðjuhúss

Málsnúmer 2017100054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár vegna verksmiðjuhúss á lóð nr. 4 við Sjávargötu. Beiðnin er um hækkun á hámarkshæð hússins vegna tengingar við fóðursíló.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem síðan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugað verði að hækkun byggingarinnar skerði ekki öryggisflöt að- og fráflugs flugvallar.

7.Aðalstræti - umferðarmál

Málsnúmer 2016060166Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, lagði fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Skipulagsráð samþykkti 08.03.2017 tillögu íbúa um að Aðalstræti á umræddum kafla yrði einstefna til suðurs og málið yrði endurskoðað í september 2017.

Lagðar eru fram tvær athugasemdir sem borist hafa frá íbúum vegna breytingarinnar.
Skipulagsráð óskar eftir áliti hverfisráðs Brekku og Innbæjar á reynslu af breytingunni.

8.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

Teknar fyrir að nýju tillögur að breytingum á deiliskipulagi Hagahverfis. Skipulagsráð óskaði eftir tillögum frá skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.

Lagt fram minnisblað frá skipulagshönnuði dagsett 2. október 2017.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að skoða málið áfram með umhverfis- og framkvæmdasviði og skipulagshöfundi og meta hvort ástæða er til aðgerða.

9.Hitaveitulögn frá Hjalteyri til Akureyrar

Málsnúmer 2017090167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2017 frá Antoni Benjamínssyni fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, varðandi lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri til Akureyrar. Fyrsti áfangi lagnarinnar er frá gatnamótum Hlíðarbrautar/Hörgárbrautar í norðri að Þórunnarstræti í suðri og þar með er þverun Glerár hluti af þessum áfanga.

Sviðsstjóri skýrði frá fundi sínum með fulltrúum Norðurorku og Vegagerðarinnar.
Málið tengist útfærslu gatnamóta Hörgárbrautar, Tryggvabrautar, Glerárgötu og Borgarbrautar. Skipulagsráð felur skipulagssviði að undirbúa deiliskipulag gatnamótanna í samstarfi við Vegagerðina og Norðurorku, þar sem staðsetning lagnarinnar og tilheyrandi göngubrúar verði ákveðin.

10.Hlíðarfjall - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna útivistarstígs, skíðaleiða og varnarfleyga vegna ofanflóða

Málsnúmer 2017100062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. fyrir hönd Skíðastaða Hlíðarfjalli, kt. 590269-1079, sækir um framkvæmdaleyfi við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fyrir útivistarstíg, nýjum skíðaleiðum og varnargarði við endastöð væntanlegrar stólalyftu vegna ofanflóða.
Skipulagsráð hefur yfirfarið erindið vegna umbeðinna framkvæmda. Framkvæmdirnar eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag skíðasvæðisins og samþykkir skipulagsráð útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins:

Áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út skal lögð fram staðfesting á samráði við Veðurstofu Íslands vegna framkvæmda við nýjar skíðaleiðir, varnargarð og nýja stólalyftu.

11.Hafnarstræti 26B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf., kt. 640217-1620, óskar eftir leyfi til að stækka fyrirhugaðar hjóla- og vagnageymslur á lóðinni nr. 26 við Hafnarstræti úr 15 m² í 18,5 m².
Skipulagsráð telur að um óverulegt frávik frá deiliskipulagsskilmálum sé að ræða og fellst á umbeðna stækkun geymslanna.

12.Hafnarstræti 80 - umsókn um framlengingu byggingarfrests

Málsnúmer 2013010305Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2017 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt: 620113-0420, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti fyrir lóðina nr. 80 við Hafnarstræti.

Skipulagsnefnd veitti aukinn framkvæmdafrest á fundi sínum þann 14. september 2016 til 20. ágúst 2017. Skipulagsráð óskaði á fundi sínum 27. september 2017 eftir gögnum um sigmælingar á lóðinni og frestaði erindinu milli funda.

Lögð er fram samantekt frá Oddi Sigurðssyni jarðvegsverkfræðingi "Farg og sigferlar" dagsett 26. september 2017.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð frestar erindinu og veitir umsækjanda framkvæmdafrest til 31. desember 2017 og til að leggja fram frekari gögn varðandi jarðvegssig og tillögur að grundun sem henta í þessu tilviki.

13.Oddeyrarbót 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017100068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2017 þar sem Björgvin Tómasson fyrir hönd Teknor ehf., kt. 620500-2910, sækir um lóð nr. 3 við Oddeyrarbót. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um nýtingu lóðar.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem hann er eini umsækjandinn. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

14.Viðburðir utan miðbæjar 2017 - Íslandsnökkvi

Málsnúmer 2017010117Vakta málsnúmer

Arinbjörn Kúld fyrir hönd Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110, óskar eftir leyfi bæjaryfirvalda til að vera með viðburði um helgar tengda sýningum og reynslusvifi á svifnökkvum á Leirutjörn í vetur eða frá 1. október 2017 til 15. apríl 2018.
Skipulagsráð óskar eftir umsögnum hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og umhverfis- og mannvirkjaráðs um erindið.

Frestað.

15.Gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld - endurskoðun 2017

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Tekin til umfjöllunar tillaga sviðsstjóra að breytingu á gjaldskrá afgreiðslu- og þjónustugjalda skipulagssviðs.
Tekið til umræðu, frestað.

16.Yfirlit yfir lóðir - maí 2017

Málsnúmer 2017050161Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram til kynningar tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs að áfangaskiptingu gatnaframkvæmda til að ljúka Hagahverfi.
Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 5. október 2017. Lögð var fram fundargerð 648. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.