Hitaveitulögn frá Hjalteyri til Akureyrar

Málsnúmer 2017090167

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi dagsett 22. september 2017 frá Antoni Benjamínssyni fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, varðandi lagningu nýrrar hitaveitulagnar frá Hjalteyri til Akureyrar. Fyrsti áfangi lagnarinnar er frá gatnamótum Hlíðarbrautar/Hörgárbrautar í norðri að Þórunnarstræti í suðri og þar með er þverun Glerár hluti af þessum áfanga.

Sviðsstjóri skýrði frá fundi sínum með fulltrúum Norðurorku og Vegagerðarinnar.
Málið tengist útfærslu gatnamóta Hörgárbrautar, Tryggvabrautar, Glerárgötu og Borgarbrautar. Skipulagsráð felur skipulagssviði að undirbúa deiliskipulag gatnamótanna í samstarfi við Vegagerðina og Norðurorku, þar sem staðsetning lagnarinnar og tilheyrandi göngubrúar verði ákveðin.